Með stýrikerfinu þá er Apple að brúa bilið á milli Mac OS X stýrikerfisins fyrir borð- og fartölvur annars vegar og iOS stýrikerfisins fyrir iPhone, iPad og iPod Touch hins vegar, til að gera líf notenda sem eiga bæði tæki einfaldara.
Mountain Lion kostar $25.09 í íslensku Mac App Store búðinni, en fyrir þá sem dveljast erlendis eða hafa ekki enn skipt yfir í íslenskan reikning þá fylgir einnig tengill á bandarísku búðina. Verðmunurinn skýrist af því að 25,5% virðisaukaskattur bætist við söluverðið í samræmi við nýmæli 35. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, sem segir:
Þó skal aðili með heimilisfesti eða fasta starfsstöð erlendis sem selur rafrænt afhenta þjónustu skv. d-lið 10. tölul. 1. mgr. 12. gr. til aðila sem er ekki skráður skv. 5. gr. og er heimilisfastur eða með fasta starfsstöð hér á landi innheimta og skila virðisaukaskatti af þeirri þjónustu hér á landi. Þjónusta þessi telst ávallt nýtt þar sem kaupandi þjónustunnar hefur búsetu eða starfsstöð. Seljandi skal ótilkvaddur tilkynna starfsemi sína rafrænt á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Aðilar sem selja rafrænt afhenta þjónustu fyrir 1.000.000 kr. eða minna á hverju 12 mánaða tímabili skulu undanþegnir skattskyldu.
Þeir sem keyptu Mac tölvu undanfarin mánuð þurfa þó ekki að bölva Apple í sand og ösku, því þeir munu fá uppfærslu í Mountain Lion án endurgjalds.
Mountain Lion [Íslenska Mac App Store – $25.09]
Mountain Lion [Bandaríska Mac App Store – $19.99]
1 Comment
Ég var að setja upp hjá mér mountain lion 10 8 og eftir það get ég ekki opnað iphoto hjá mér, hvernig má lagfæra það?