Apple kynnti fyrsta iPhone símann árið 2007, og sá sími breytti snjallsímaheiminum svo um munar. Fram til útgáfu símans voru símar ávallt með takkalyklaborð, og heldur lélegt viðmót þegar kom að netvafri svo dæmi sé tekið.
Fimm árum og fimm kynslóðum af iPhone síðar þá er síminn sá vinsælasti í heimi. Í eftirfarandi myndbandi má sjá samanburð á öllum kynslóðum af iPhone, sem er raðað upp í frá vinstri til hægri í þessari röð:
iPhone 5, iPhone 4S, iPhone 4, iPhone 3GS, iPhone 3G, iPhone.
Það sem er áhugavert við myndbandið er að iPhone 5 vinnur ekki öll hraðaprófin, þótt síminn skari almenn fram úr í flestum þeirra.
Eins og sést í myndbandinu þá eru eldri gerðir símans fljótari að slökkva á sér, og iPhone 5 er einnig lengur að ræsa sig heldur en iPhone 4S. iPhone 5 var aftur á móti fljótastur að opna vefsíðu Apple.
Einnig hefur verið bent á að iPhone 3G standi ekki á jöfnum fæti við upprunalega iPhone símann, af því sá iPhone 3G keyrir iOS 4.2.1 en iPhone iOS 3.1.3. Almennt er talið að iPhone 3G keyri best á iOS 3.1.3. en ekki iOS 4.2.1.