fbpx
Tag

iPhone 4S

Browsing

iOS - 6.1.1

Apple hefur gefið út iOS 6.1.1 fyrir iPhone 4S.

Með uppfærslunni þá lagaði Apple vandamál varðandi 3G tengingu iPhone 4S eigenda, en hún olli því að símfyrirtæki víða um heim mældu gegn því að viðskiptavinir sínir myndu uppfæra símana sína. Með iOS 6.1.1. þá eru öll slík vandamál úr sögunni.

iphone5-gallery1-zoomMargir bíða með öndina í hálsinum eftir að iPhone 5 komi hingað til lands, en hann er væntanlegur í lok mánaðar. Á meðan biðinni stendur þá er ekki úr vegi að kanna muninn á iPhone 5 og forvera hans, iPhone 4S. Á eftirfarandi mynd er hægt að sjá hvar munurinn liggur á þessum símum, og þá einnig hvað hefur ekki breyst með iPhone 5.

Það gerast alltaf öðru hverju að íslenskir ferðamenn ætla að gera kjarakaup á ferðalögum sínum erlendis og sitja uppi með læsta síma. Í kjölfarið koma inn fyrirspurnir um hvernig hægt sé að aflæsa slíkum læstum símum.

Hugbúnaðaraflæsing á iPhone 4 hefur ekki verið möguleg síðan í september 2010, eða eftir að iOS 4.1 var gefið út. Síðan þá hefur eina leiðin til að aflæsa slíkum símum verið vélbúnaðaraflæsing.

Fyrr í vikunni greindum við frá því að pod2g hefði tekist að jailbreak-a bæði iPhone 4S og iPad 2, en að það ætti eftir að setja jailbreak-ið saman í forrit sem fyrir einstaklinga svo þeir gætu sjálfir framkvæmt jailbreak á tækjum sínum.

2 dögum síðar er untethered jailbreak komið fyrir iOS tæki með A5 örgjörva (þ.e. iPhone 4S og iPad 2). Forritið var gert af Chronic Dev Team og hefur fengið heitið Absinthe, en svokallað stjörnulið iPhone hakkara vann að því að búa til þetta untethered jailbreak. Jailbreak-ið kemur því ekki út í formi RedSn0w, Sn0wbreeze eða PwnageTool útgáfu eins og venjulega (ekki er þó loku fyrir það skotið að slík útgáfa komi út síðar).

Hakkarann pod2g þekkja flestir sem hafa fylgst náið með iOS 5 jailbreak fréttum, en hann er fremstur í flokki þeirra sem hafa unnið að því að búa til untethered jailbreak fyrir iOS 5.0.1.

Fyrst tókst honum að gera jailbreak fyrir öll tæki nema iPhone 4S og iPad 2, og nú hefur hann gert gott betur en hann hefur nú náð að framkvæma untethered jailbreak á iPhone 4S og iPad 2 með iOS 5.0.1.

iPhone Dev-Team, sem eru meistararnir á bak við redsn0w, Pwnage Tool og ultrasn0w, sem gerir fólki kleift að jailbreak-a og aflæsa iPhone símum sínum, eru nú ekki langt frá því að vera komnir með aflæsingu fyrir iPhone 4S símann, sem Apple hóf sölu á fyrir út fyrir tæpum 2 mánuðum síðan.

Apple fyrirtækið er byrjað að selja ólæsta iPhone 4S síma í vefverslun sinni í Bandaríkjunum. Þegar síminn var kynntur í byrjun október, þá gátu bandarískir notendur fyrst um sinn einungis orðið sér úti um iPhone 4S af því gefnu að hann væri læstur á eitt símfyrirtæki (AT&T, Verizon eða Sprint), og aðrir einstaklingar (t.d. ferðamenn eða Bandaríkjamenn sem eru mikið erlendis) voru úti í kuldanum. Apple gaf það út að ólæstir símar myndu standa fólki til boða í nóvember, og nú er sú stund runnin upp, því í gær, 11.11.11, þá fóru ólæstir iPhone 4S í almenna sölu.

boxnet-ios.jpg iOS: Eins og margir vita, þá kynnti Apple fyrirtækið iCloud þjónustu til sögunnar með iOS 5, sem gerir notendum kleift að stilla saman gögn á milli iOS tækja sinna og tölvunnar. iCloud er frítt upp að 5GB, en kostar þá $20-$100/ár eftir því hversu mikið pláss maður vill nota í þjónustuna. … Gallinn við Box.net er þá sá að ekki er hægt að nálgast gögnin sjálfkrafa sem þú setur inn netið með Box.net, heldur verður að fara inn á síðuna þeirra sérstaklega og skrá þig inn þar.

Siri Assistant

Aðstoðarforritið Siri hefur verið á milli tannana á fólki síðan iPhone 4S kom út, og aðilar hafa keppst um að sýna forritið á internetinu, bæði til gagns og gamans.

Fyrir stuttu síðan þá frumsýndi Apple nýja iPhone 4S sjónvarpsauglýsingu þar sem öll áherslan er lögð á Siri. Auglýsingin sýnir einstaklinga af öllum aldri biðja um aðstoð við ýmis verkefni, binda slaufu, leita í gulu síðunum, spila tónlist og margt fleira. Auglýsingin sýnir raunar hversu einfalt það er að nota Siri til að framkvæma skipanir.

Það hafa fáar vörur vakið jafnmikla athygli og iPhone síminn frá Apple sem þeir kynntu til sögunnar þann 4. október síðastliðinn. Notendur bjuggust þó við því að Tim Cook, forstjóri fyrirtækisins, myndi þar kynna til sögunnar iPhone 5 síma, og margir urðu þó fyrir vonbrigðum þegar uppfærð útgáfa af iPhone 4S var það „eina“ sem kom fram á kynningunni.

Viðbrögðin við símaum hafa samt sem áður ekki verið af verri endanum því Apple sló met í forpöntunum, og þegar þetta er ritað hafa yfir 4 milljón eintök verið seld af iPhone 4S.