Ef frá er talið að skræla kartöflur, þá er afskurnun eggja með því leiðinlegra sem hægt er að gera í eldhúsinu.
Eins og með annað, þá eru til leiðir sem gera þessi verk bærilegri, og við ætlum að kynna tvö slík til sögunnar.
Leið 1: Skera í gegnum eggið
Fyrri leiðin er sú að harðsjóða eggið, taka svo beittan hníf og skera í gegnum eggið eins og það leggur sig. Eggið skilurðu frá skurninni með skeið.
Leið 2: Blása í gegnum eggið
Ef þú vilt blása eggið úr skurninni, þá þarftu að sjóða eggið í 12 mínútur. Einnig er nauðsynlegt er að láta teskeið af matarsóda út í vatnið. Horfðu á eftirfarandi myndband ef þú vilt sjá þessa leið í framkvæmd.
Heimild: NoBiggie