fbpx

SiriEf þú átt iPhone 4S eða nýrra iOS tæki þá hefurðu eflaust prófað að leika aðeins við aðstoðarkonuna hana Siri. Þótt auglýsingar frá Apple hafa kynnt Siri sem helstu stoð og styttu eigandans þá er það ekki tilfellið hjá íslenskum notendum, þar sem að Siri skilur ekki íslensku, og notagildir því talsvert minna.

Þótt Íslendingar noti Siri ekki til að skrifa tölvupósta eða til að finna veitingastað þegar haldið er út á land, þá er samt áhugavert að sjá hvað Siri getur gert fyrir mann. Tvær leiðir eru til að komast að því:

Leið 1

Fyrri leiðin er einfaldlega sú að spyrja Siri. Til að gera það þá skaltu halda Home takkanum inni eins og venjulega til að vekja Siri úr værum svefni og spyrja hana spurningar á borð við „What can you do for me?“. Ef þú gerir það þá mun Siri birta lista yfir þær skipanir sem hún getur framkvæmt fyrir þig, sbr. myndin hér fyrir neðan.

iOS - Siri

Leið 2

Ef þú vilt ekki trufla Siri þá geturðu einnig smellt á litla „i“ (fyrir information) hnappinn sem er sjáanlegur áður en þú leggur inn beiðni fyrir Siri. Þá færðu upp sama lista.

Siri

 

 

Avatar photo
Author

Write A Comment