fbpx

flixiesÁ meðan heimurinn er enn að velta því fyrir sér hver hafi verið í flottasta kjólnum á óskarsverðlaunahátíðinni sunnudaginn sem leið, þá hefur bandaríska kvikmyndaveitan Netflix ákveðið að hrinda af stað nýrri verðlaunahátíð.

Á Flixies verðlaunahátíðinni verður ekki skorið úr um hvort Lincoln, Argo eða Sagan af Pí hafi verið besta mynd ársins 2012, heldur mun Netflix heiðra sjónvarpsþætti og kvikmyndir sem þjónustan býður upp á.

Þeir sem hafa notað Netflix, kannast eflaust við óhefðbundna flokka í uppástungum Netflix (t.d. þá hefur maður orðið var við Quirky Romantic Movies Featuring A Strong Female Lead og Heartfelt Fight-the-System Documentaries). Flokkarnir á Flixies verðlaunahátíðinni virðast vera í nokkru samræmi við þessa flokkun, en á myndinni fyrir neðan er hægt að sjá hvaða flokkar koma til skoðunar á verðlaunahátíðinni.

The Flixies

Hægt er að sjá hvaða kvikmyndir og/eða sjónvarpsþætti eru tilnefndar á vef hátíðarinnar. Öllum er velkomið að greiða atkvæði, óháð því hvort viðkomandi sé Netflix áskrifandi eða ekki.

Avatar photo
Author

Write A Comment