Apple hefur gefið út Apple TV 5.3, og styður nú nokkrar nýjar þjónustur á Apple TV án þess að notendur þurfi að spila efni frá viðeigandi veitum með AirPlay.
Veiturnar sem eru komnar í Apple TV með uppfærslunni eru HBO GO, ESPN, Crunchyroll, Sky News og Qello.
HBO GO og ESPN eru ófáanlegar fyrir aðila utan Bandaríkjanna, þar sem að þjónusturnar standa einungis þeim til boða sem kaupa almenna sjónvarpsþjónustu í Bandaríkjunum.
Crunchyroll er streymiveita sem sérhæfir sig í japönskum anime teiknimyndum og öðru austrænu efni. Sky News þarf vart að kynna, og loks er Qello þjónusta sem gerir notendum kleift að horfa á tónleikamyndbönd og heimildarmyndir sem tengjast tónlist.
Sjá einnig: Hvernig notar maður Apple TV á Íslandi?
Apple greindi í leiðinni frá því að iTunes notendur kaupi nú yfir 800 þúsund sjónvarpsþætti og 350 þúsund kvikmyndir á degi hverjum. Notendur
Notendur geta sótt uppfærsluna með því að fara í Settings > General > Update Software. Við ráðum þó þeim sem hafa framkvæmt jailbreak á Apple TV 2 tækjum sínum frá því að uppfæra, því þá glatast jailbreak-ið.