fbpx

iPhone forrit í ferðalagiðÁður fyrr var eitt helsta verkefni ungmenna fyrir sumarferðalagið að taka upp eftirlætislögin á 90 mínútna kassettu og setja á Sony Walkman vasadiskóið. Þetta, eins og margt annað, hefur breyst í áranna rás og nú einbeita aðilar sér frekar að því að finna rétt forrit fyrir iPadinn eða iPhone símann svo ferðalagið verði eilítið auðveldara.

Hér fyrir neðan má sjá fimm forrit sem við mælum með áður en haldið er út á Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Listinn er vitanlega ekki tæmandi, heldur aðeins leiðbeinandi um hvaða forrit geta nýst notendum.

Packing Pro

Packing Pro

„OK… ég er með vegabréf, gjaldeyri, sólgleraugu. Samt finnst mér eins og ég sé að gleyma einhverju.“

Ef þú kannast við þessar hugsanir þá gæti Packing Pro verið forrit fyrir þig, en í forritinu fylgja lista fyrir ýmis ferðalög, auk þess sem þú getur valið hversu margir eru að ferðast (t.d. ef barn er með í för) og listinn uppfærist í kjölfarið

Verð: $2.99 [App Store]

Skype WiFi

Skype WiFi

Skype WiFi gerir þér kleift að tengjast yfir milljón heitum reitum (e. hotspots) út um allan heim. Stundum er aðgangurinn ókeypis (t.d. í Uniqlo búðunum í London) en annars borgarðu fyrir aðganginn með Skype inneigninni.

Verð: Ókeypis [App Store]

Translator With Speech

Translator wth Speech

Þegar maður er í skandinavískum stórborgum þá kunna allir ensku, en í löndum eins og Þýskalandi, Ítalíu og Frakklandi er ekki gefið að bæjarbúar séu reiprennandi í sama tungumáli og þú. Í slíkum tilvikum getur þetta forrit komið að góðum notum. Eina sem þú þarft að gera er að slá inn spurningu eða annan frasa, og forritið þýðir og segir frasann upphátt. Með því að prófa að þýða úr ensku yfir í íslensku má sjá að forritið er vitanlega ekki fullkomið, en sýnir þó einnig hvernig forritið getur gagnast ferðamönnum sem tala hvorki ensku né íslensku.

Verð: Ókeypis eða $0,99 [App Store]

TripIt

TripIt

Ef þú vilt halda utan um flugmiða, hótelpantanir, bílaleigubíla o.s.frv. þá er TripIt sniðug lausn, sem gerir notendum kleift að vista allar nauðsynlegar upplýsingar fyrir ferðina þína á iPhone símanum. Eina sem þú þarft að gera er að senda staðfestingarpóstinn fyrir flugið, hótelið eða bílaleigubílinn á TripIt og forritið sér um að setja þetta upp á skipulegan hátt.

Verð: Ókeypis eða $0,99 [App Store]

Yelp

Yelp

Ef þú álpast í eitthvað úthverfi og hungrið fer að segja til sín, þá getur Yelp hjálpað þér að finna einhvern góðan bita. Forritið hefur þó marga aðra eiginleika, og getur einnig hjálpað við leit að næsta skemmtistað, bensínstöð, apóteki og margt fleira.

Verð: Ókeypis [App Store]

Avatar photo
Author

Write A Comment