fbpx

Netflix - Max

Ef þú ert Netflix notandi, þá kannastu eflaust við uppástungur myndveitunnar að efni sem miðast við kvikmyndir og þætti sem þú hefur þegar horft á. Með því að horfa á meira og gefa kvikmyndum og sjónvarpsþáttum einkunn þá verða þessar uppástungur sífellt betri, sem leiðir stundum til þess að fólk uppgötvar nýja þætti og kvikmyndir.

Netflix horfir til himins þegar það setur sér markmið, og hefur nú kynnt aðstoðarmanninn Max sem hjálpar áskrifendum að finna eitthvað á næsta videókvöldi. Með því að ræsa Max þá velurðu hvernig stemningu þú ert í og gefur nokkrum titlum einkunn, og Max velur svo efni sem hann telur að þú munir meta út frá einkunnagjöf og notkunarsögu þinni.

Í myndbandinu fyrir neðan má sjá myndband þar sem Netflix kynnir þessa nýjung sína.

Eins og heiti greinarinnar gefur til kynna þá geta eigendur PlayStation 3 tölva nýtt sér þetta fyrst um sinn, en vonir standa til að þetta komi á fleiri tækjum þegar fram líða stundir.

 

Avatar photo
Author

1 Comment

  1. vitið þið hvernig ég fæ þetta til að virka á íslandi ? eða hvort það er hægt?

Write A Comment