fbpx
Tag

sjónvarp

Browsing

Sjónvarpsrisann Home Box Office, eða HBO, þarf varla að kynna fyrir sjónvarpsáhugafólki, en stöðin hefur lengi verið þekkt fyrir vandaða þáttagerð, og hefur m.a. sent frá sér þættina Sex and The City, The Wire, Rome, The Sopranos ásamt mörgum öðrum gæðaseríum.

Í leiðarvísinum hér fyrir neðan ætlum við að sýna ykkur hvernig þið getið notað HBO Nordic á Íslandi, og fengið aðgang að úrvali sjónvarpsþátta og kvikmynda fyrir hóflegt mánaðargjald.

Netflix - Max

Ef þú ert Netflix notandi, þá kannastu eflaust við uppástungur myndveitunnar að efni sem miðast við kvikmyndir og þætti sem þú hefur þegar horft á. Með því að horfa á meira og gefa kvikmyndum og sjónvarpsþáttum einkunn þá verða þessar uppástungur sífellt betri, sem leiðir stundum til þess að fólk uppgötvar nýja þætti og kvikmyndir.

Kevin Spacey - House of Cards

Reed Hastings, forstjóri Netflix, segir að 1. febrúar næstkomandi muni marka þáttaskil í dreifingu sjónvarpsþátta. Þá mun Netflix gefa út þættina House Of Cards, með stórleikaranum Kevin Spacey í aðalhlutverki og David Fincher að leikstýra/framleiða (Fincher er best þekktur fyrir leikstjórn mynda á borð við Se7en, Fight Club og The Social Network).

Spurningin er þá sú, hvernig dreifing House of Cards verður frábrugðin öðrum sjónvarpsþáttum.

Netflix á Íslandi

Hefur þú lent í því að vera að horfa á Netflix mynd frammi í stofu og svo koma börnin fram, vilja horfa á barnaefnið og reka þig inn í herbergi til að klára kvikmyndina?

Nei, ekki við heldur, en ef slík tilvik koma upp þá ertu síður en svo illa staddur vegna þess að þú getur gripið snallsímann, spjaldtölvuna eða fartölvuna þína og haldið áfram að horfa á myndina inni í herbergi.

Apple TV 2Á mörgum nýjum og nýlegum sjónvörpum er hægt að stilla fjarstýringuna þannig að hún geti stjórnað fleiri tækjum en bara sjónvarpinu. Með þessu móti geturðu einfaldað hlutina og nota sjónvarpsfjarstýringuna til að stjórna Apple TV.

Þetta er vægast sagt mikill kostur, ekki síst í ljósi þess að Apple TV fjarstýringin er svo lítil og nett að hún „týnist“ oft á milli sessa í sófanum. Leiðarvísirinn hér fyrir neðan sýnir hvernig þú gerir þetta.

PlayStationÞað hafa margir lent í því að tengja PS3 við annað sjónvarp og fá þá enga mynd á skjáinn. Vandinn er þá oftast sá að tölvan var tengd við fyrra sjónvarp með HDMI og það síðara með SCART. Oft þegar maður áttar sig á vandanum þá er skaðinn skeður, þannig að ekki er hægt að fara í Settings og breyta myndútganginum. Sem betur fer þá er einföld lausn til við þessu.

Apple TV 2 - XBMCApple TV er ansi sniðugt tól fyrir þá sem vilja fá ódýran og góðan margmiðlunarspilara á heimili sitt, en þeir fást hérlendis á tæplega 30.000 kr. þökk sé vörugjöldum og tollum sem leggjast á margmiðlunarspilara, en í Bandaríkjunum er hægt að fá þá á 100 dollara, og í Bretlandi á 100 pund (og þar er hægt að fá virðisaukaskattinn endurgreiddan ef þú ert íslenskur ferðamaður).

Að neðan er leiðarvísir til að setja upp XBMC á Apple TV, svo hægt sé að nýta tækið til fulls. Leiðarvísinum er skipt í tvennt, annars vegar hvernig þú jailbreakar Apple TV 2 uppsett með iOS 4.3 (skref 1-4), og hins vegar hvernig þú setur inn XBMC á Apple TV (skref 5-8), sem gerir þér kleift að spila efni úr tölvunni þinni, nettengdum flakkara, eða horfa á ýmislegt efni beint af netinu.

UPPFÆRT: Jailbreak fyrir 4.4.4 er komið. Sjá leiðarvísi hér.

Ath! Áður en þú byrjar, þá þarftu að eiga micro-USB > USB kapal til að jailbreak-a Apple TV, og sá kapall fylgir ekki með tækinu þegar þú kaupir það. Hægt er að fá slíkan kapal í öllum betri tölvuverslunum hérlendis á ca. 2000-3000 kr.