fbpx

Airport Extreme

Ef þú ert að nota Airport Extreme með ljósleiðaranum þínum, þá má vera að þú þurfir að opna port til að auðvelda spilun leikja eða notkun ákveðinna forrita. Í eftirfarandi leiðarvísi ætlum við að fara yfir þetta ferli með ykkur.

Skref 1:

Byrjaðu á því að opna Airport Utility og láta forritið finna Airport Extreme tækið þitt. Þegar það er fundið skaltu smella á Edit eins og á myndinni hér fyrir neðan.

Opna port á Airport Extreme - Skref 1

Skref 2:

Eftir að þú smellir á Edit birtist nýr gluggi með nokkrum flipum. Þar skaltu velja Network flipann

Opna port á Airport Extreme - Skref 2

 Skref 3:

Í Network flipanum skaltu ekki gera neinar breytingar nema í reitnum Port Settings. Fyrir neðan þann hluta sérðu lítinn plús. Smelltu á hann og við haltu áfram.

Opna port á Airport Extreme - Skref 3

Skref 4:

Nú byrjar balllið, þ.e. opnun porta. Á PortForward.com má finna lista yfir algeng port sem þarf að opna fyrir ýmsa leiki og forrit. Í dæminu hér að neðan erum við að opna port fyrir leikinn League of Legends.

Skref 4.1: Byrjaðu á því að finna hvaða port þarf að opna, sem er oftast mögulegt með einfaldri Google leit eða með því að skoða listann sem vísað á hér rétt fyrir ofan. Settu viðeigandi tölur í Public UDP ports, Public TCP ports og Private UDP Ports.

Skref 4.2: Finndu innri IP tölvunnar á þráðlausa netinu þínu, en Mac notendur finna hana t.d. með því að fara í System Preferences > Network. Þegar þú hefur fundið þá tölu þá skaltu setja hana í reitinn Private IP Address.

Opna port á Airport Extreme - Skref 4

Skref 5:

Þegar þú hefur sett inn allar nauðsynlegar upplýsingar þá skaltu smella á Save og svo Update. Að öllum líkindum muntu missa netsamband í örskamma stund á meðan Airport Extreme beinirinn uppfærir stillingarnar, en að því búnu ætti allt aðvera hrokkið í gang.

Avatar photo
Author

Write A Comment