fbpx

iPhone viðburður Apple byrjar kl. 17 í dag, þar sem fyrirtækið mun kynna næstu kynslóð af iPhone, og hugsanlega snjallúr, sem hefur fengið heitið iWatch hjá blaðamönnum víða um heim.

Viðburðurinn er ekki haldinn í Moscone ráðstefnuhöllinni heldur í Flint Center, Cupertino, sem er á háskólasvæði De Anza háskóla. Margir telja það að það sé táknrænt fyrir þennan viðburð að hann sé haldinn þar, en bæði Mac og iMac tölvurnar voru kynntar þarna á sínum tíma. Kynni fyrirtækið snjallúr í dag, þá verður það fyrsta varan sem Apple gerir sem hefur enga tengingu við Steve Jobs.

Við ætlum að gera viðburðinum góð skil hérna á Einstein, og fyrir neðan má sjá beina textalýsingu okkar frá fundinum þegar hann hefst. Við hvetjum alla sem vilja að taka þátt í umræðunni með því að nota myllumerkið #AppleIS á Twitter.

Write A Comment