fbpx

Notendur Hangouts smáforritsins frá Google geta nú hringt hefðbundin símtöl úr forritinu. Mínútugjaldið þegar hringt er úr Hangouts í íslensk símtæki er $0,02/mín (2,4 kr/mín) í heimasíma og $0.15/mín í farsíma (17,8 kr/mín).

Mínútugjaldið er sambærilegt þegar hringt er til annarra landa, þannig að forritið er hentug lausn fyrir þá sem þurfa að hringja í erlend númer, t.d. spyrjast fyrir um þjónustu á hóteli eða eitthvað þvíumlíkt.

Símtöl innan Hangouts eru samt notendum að kostnaðarlausu, og fáanleg bæði í App Store og Google Play.

Write A Comment