fbpx

Margir notendur eru að lenda í vandræðum með uppfærslu á iPhone og iPad í iOS 8, einkum vegna álags á vefþjónum Apple. Hér fyrir neðan geturðu séð beina tengla á svokallaðar IPSW skrár fyrir öll iOS tæki ef þú vilt gera þetta sjálfur.

Ef rétt er farið að þá getur þetta verið þægileg lausn, sérstaklega ef fleiri en einn aðili á heimili eru með alveg eins iPhone eða iPad, en sumum kann að þykja þetta erfitt, og þá mælum við með því að þeir aðilar uppfæri bara beint úr iOS tækjum með því að fara í Settings > General > Software Update.

Við viljum benda á að með því að nota þessar skrár ertu að forsníða/núllstilla tækið, þannig að ef þú vilt ekki hefja notkun á iOS 8 eins og um nýtt tæki sé að ræða, þá þarftu að:

  1. Taka afrit af öllum gögnum
  2. Setja upp iOS 8 með IPSW skránni
  3. Velja Restore from Backup þegar uppsetningu er lokið.

Hvernig uppfæri ég iOS með IPSW skrá?

Ath! Notendur verða að vera með nýjustu útgáfu af iTunes til að setja upp iOS  með IPSW skrá, þannig að áður en lengra er haldið skaltu opna iTunes, ýta á iTunes (Mac) eða Help (Windows) flipann og svo Check for Updates.

Skref 1: Ræstu iTunes á tölvunni þinni (Mac eða Windows)

Skref 2: Tengdu tækið þitt við tölvuna

Skref 3: Hægri-smelltu á tækið þitt og veldu Backup Now. Ef þú ert spurður hvort þú viljir flytja forrit yfir í iTunes (e. Transfer apps) þá skaltu segja já við því. Það getur tekið dágóðan tíma að flytja öll forritin yfir í iTunes, þannig að þú vilt kannski hreinsa aðeins til og eyða forritum sem þú notar ekki áður en þú ferð í þetta.

Skref 4: Eftir að afritun er lokið, þá skaltu halda inni Alt (Mac) eða Shift (Windows) og smella á Update. Þá opnast gluggi sem gerir þér kleift að finna IPSW skránna sem þú halaðir niður, og setja upp á tækið þitt. Vertu viss um að þú sért með IPSW skrá sem passar fyrir tækið þitt.

Skref 5: Veldu Restore from Backup ef þú vilt fá gögn inn af iPhone eða iPad áður en þú uppfærðir með þessum hætti.

 

Hér fyrir neðan er listi yfir allar IPSW skrár fyrir iOS 8. Passaðu að velja rétta skrá fyrir þitt tæki.

Svo dæmi sé tekið þá geta þeir sem keyptu iPhone á Íslandi hunsað CDMA skrárnar, en við höfum þær með fyrir aðila sem keyptu Verizon útgáfu af iPhone 5/5C/5S í Bandaríkjunum, sem þeir nota hérlendis.

Write A Comment