fbpx

iOS 8 kemur út síðar í dag, þannig að eigendur iOS tækja er eflaust spenntir að uppfæra í nýjustu útgáfu stýrikerfisins við fyrsta tækifæri. Það eru þó nokkur atriði sem einstaklingar ættu að hafa í huga áður en tækið er uppfært.

Getur tækið mitt keyrt iOS 8?

iOS 8 - Compatability Tækin á myndinni hér að ofan geta keyrt iOS 8, sem þýðir að ef þú átt 5. kynslóð af iPod touch, iPhone 4S eða iPad 2 og nýrri tæki, þá muntu geta uppfært í iOS 8 síðar í dag. Ef tækið þitt er í eldri kantinum (t.d. ef þú átt iPhone 4S eða iPad 2) þá mælum við samt með því að þú bíðir aðeins, og sjáir hvernig notendur með sambærileg tæki kunna við iOS 8.

Ástæðan er sú að elsta iOS sem Apple styður hefur oft frekar takmarkaðan stuðning, og keyrir stýrikerfið frekar hægt. Þetta var tilfellið með iPhone 3G eigendur á iOS 4, iPhone 3GS á iOS 6 og iPhone  4 á iOS 7 sem kvörtuðu mikið undan hægum tækjum eftir uppfærslu. Þú getur heldur ekki uppfært í iOS 8, og niðurfært í iOS 7 eða eldri útgáfu ef þér líkar ekki stýrikerfið, því ef þig langar að forsníða (e. format eða e. restore) iOS tæki í iTunes, þá þarf Apple að votta aðgerðina, sem fyrirtækið gerir bara á nýjustu stýrikerfunum.

Niðurhalshraði hugsanlega slæmur fyrsta sólarhringinn

Apple býr yfir miklum tæknibúnaði, og er með öfluga vefþjóna til að taka á móti mörgum niðurhalsbeiðnum. Það er þó vert að geta þess að Apple hefur selt yfir 800 milljón iOS tæki frá því iPhone kom fyrst á markað 2007, og 550 milljón tæki frá því iPhone 4S kom á markað 2011.

Það gefur augaleið að þegar 550 milljón notendur sjá rauða skiltið í Settings, þá mun það valda talsverðu álagi á vefþjónum Apple, og undanfarin ár hefur þetta verið vandamál fyrstu dagana eftir stóra stýrikerfisuppfærslu.

Vertu með nóg pláss

Örlítil hreingerning gæti verið nauðsynleg ef þú ert með mikið af myndum, tónlist eða forritum á iOS tækinu þínu. iOS 8 er stór pakki, og því þarftu að vera með 2,5GB af lausu plássi. Þú getur hversu mikið pláss þú hefur með því að fara í Settings > General > Usage.

Taktu afrit af gögnum

Áður en þú uppfærir er alltaf gott að taka afrit af öllum gögnum iPhone símans (eða iPad tölvunnar). Það geturðu gert með tvennum hætti.

  1. Tengja tækið við iTunes, hægri-smella á tækið og velja Back Up.
  2. Sett afrit á iCloud beint úr iOS tækinu með því að fara í Settings > iCloud > Storage & Backup og velja Back Up Now.

1 Comment

  1. Þórunn Magnea Jónsdóttir Reply

    Veit einhver til þess að iOS 8 loki fyrir ABC þe að það sé ekki hægt að horfa á stöðina eftir uppfærslu.

Write A Comment