fbpx

Fjórða árið í röð þá mun Apple kynna nýjan iPhone síma í byrjun hausts, en fyrirtækið hefur boðað til fundar miðvikudaginn 9. september næstkomandi.

Staðsetning viðburðarins þykir fréttaefni, hann verður haldinn í Bill Graham Civic Auditorium, sem tekur 7000 manns í sæti, eða 7200 betur en Moscone Center, þar sem Apple hefur haldið kynningar sínar undanfarin ár.

Hvað verður kynnt?

Vitaskuld verður ný kynslóð af iPhone kynnt, sem talið er að komi með 14 megadíla myndavél með stuðning fyrir myndbandsupptöku í 4K upplausn, hraðari örgjörva og Force Touch skjá.

Líklegt þykir að iPhone 5C verði tekinn úr sölu, en síminn hefur ekki selst af neinu viti frá því hann kom út samhliða iPhone 5S fyrir tveimur árum.

Apple TV - Tim Cook
Apple TV lækkaði talsvert í verði í mars 2015, úr $99 niður í $69.

Auk nýrrar kynslóðar af iPhone telja margir að Apple muni loksins nýtt og betra Apple TV. Apple TV fékk væga uppfærslu árið 2012, en hefur annars safnað ryki í þróunardeild Apple frá því önnur kynslóð tækisins kom á markað fyrir fimm árum.

Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, en nú eru helstu samkeppnisaðilar Apple komnir með eigin spilara, og ber þar hæst að nefna Amazon Fire TV, Google Chromecast og Roku.

„Hey Siri, give us a hint.“

Margir spá að aðstoðarkonan Siri muni spila stóra rullu á kynningunni, en eins og sést á myndinni efst, sem fylgdi boðun Apple til blaðamanna á fundinn, þá er ekkert sagt á henni annað en „Hey Siri, give us a hint“, sem þykir vera ákveðin vísbending um það sem koma skal.

Avatar photo
Author

Write A Comment