iOS 9 fyrir samnefnd tæki kemur út kl. 17:00 að íslenskum tíma, þannig að þú ættir að geta uppfært iPhone-inn þinn eða iPad spjaldtölvuna síðar í dag á meðan þú snæðir ljúffengan kvöldverð.
Áður en þú uppfærir tækið þá þarftu vitanlega að ganga úr skugga um hvort tækið þitt geti keyrt iOS 9. Á myndinni fyrir neðan má sjá hvaða tæki geta gert það.
Eins og sést á myndinni þá eru iPhone 4S, iPad 2 og 5. kynslóð iPod touch elstu tækin sem geta keyrt iOS 9, en þetta eru sömu kröfur og voru gerðar til iOS 8. Þú getur því uppfært í iOS 9 ef þú ert með iOS 8 á tækinu þínu í dag.
Ætti ég að uppfæra?
Þetta er spurning sem eigendur eldri tækja standa helst frammi fyrir, því nýjar útgáfur af iOS stýrikerfinu eru oft þyngri í keyrslu fyrir eldri tæki. Samkvæmt færslu á ExtremeTech síðasta vor þá er iOS 9 m.a. hannað til að bæta afköst á eldri tækum tækja þannig að þú ættir að vera í góðum málum, þótt við lofum ekki neinu.
Stutt könnun undirritaðs á umræðusvæðinu r/iOS9 á Reddit gefur einnig til kynna að iPad 2 keyri iOS 9 með ágætum, þannig að munurinn á því að uppfæra núna úr iOS 8 upp í iOS 9 ætti ekki að vera jafn mikill og þegar þú uppfærðir tækið þitt í iOS 8 fyrir ári. Þegar iOS 8 kom út í fyrra þá kvörtuðu margir undan því að tækin hefðu orðið svo hæg við uppfærsluna að þau væru nánast ónothæf.
Afrit af gögnum
Áður en þú uppfærir er alltaf gott að taka afrit af öllum gögnum iPhone símans (eða iPad tölvunnar). Það geturðu gert með tvennum hætti.
- Tengja tækið við iTunes, hægri-smella á tækið og velja Back Up.
- Sett afrit á iCloud beint úr iOS tækinu með því að fara í Settings > iCloud > Storage & Backup og velja Back Up Now.
Við mælum með þessu því það getur alltaf eitthvað farið úrskeiðis við uppfærsluna, og þá er mun betra að geta valið Restore from Backup þegar allt er komið í lag á ný.
Taktu smá hausthreingerningu á iOS tækinu þínu
iOS 9 er ekki stór pakki (1,3 GB á meðan iOS 8 gerði kröfur um 2,5 GB af lausu plássi). Við mælum samt alltaf með því að notendur nýti sér tækifærið þegar nýtt stýrikerfi kemur og eyði forritum/leikjum sem þeir eru ekki að nota, sem geta verið ansi plássfrek. Þetta gæti líka verið kjörið tækifæri til að færa myndir/myndskeið sem taka mikið pláss yfir á heimilistölvuna og eyða þeim af iOS tækinu.
Þú getur hversu mikið pláss er laust á tækinu með því að fara í Settings > General > Usage.
Hvernig uppfæri ég?
Það eru tvær leiðir til að uppfæra í iOS 9:
- Á iOS tæki: Þá ferðu bara í Settings > General > Software Update og smellir á Download and install þegar iOS 9 er fáanlegt á tækinu þínu. Á heímasíðu sinni segir Apple að þú þurfir einungis að vera með 1,3 GB af lausu plássi á tækinu þínu svo þú getir uppfært í iOS 9.
- Í iTunes á Mac/PC: Þetta er þægileg leið fyrir þá sem vilja ekki gera þetta beint úr tækjunum sínum eða eru ekki með nóg af lausu plássi til að sækja iOS 9.
En mig langar að uppfæra núna!
Því miður þá þarftu að bíða þangað til 17 í dag. Apple sendir iOS 9 frá sér í kaffipásu starfsmanna kl. 10 í Cupertino, þar sem klukkan er núna 4 um nótt. Þú þarft því að vera í þessum gír næstu 6 tímana: