fbpx

Apple hélt tveggja tíma kynningu í dag, þar sem fyrirtækið kynnti helstu nýjungar sínar í nokkrum vöruflokkum. Venjulega hefur þessi hefðbunda september kynning þess verið takmörkuð við iPhone, en í dag var farið um víðan völl og fleiri tæki litu dagsins ljós.

iPhone 6S / 6S Plus

iPhone 6S

Apple kynnti iPhone 6S og 6S Plus, sem taka við af forverum sínum sem flaggskipin í símalínu Apple. Helsta nýjungin í 6S/6S Plus er svokölluð 3D Touch tækni, en með henni nemur síminn hvort notandinn ýti „venjulega“ á skjáinn eða með þrýstingi, og getur þá framkallað ýmsar skipanir í kjölfar þess.

Gott dæmi um skipun sem hægt er að framkalla með því að framkalla beint úr heimaskjánum er fara beint í ný skilaboð úr Messages, setja inn stöðuuppfærslu á Facebook og margt fleira.

https://www.youtube.com/watch?v=cSTEB8cdQwo

Myndavélin er líka jafnan betrumbætt þegar nýr iPhone er kynntur, og engin undantekning gerð frá því þetta skiptið. iPhone 6S og 6S Plus er með 12 MP myndavél og getur tekið upp myndbönd í 4K upplausn. Þeir koma líka með nýjum A9 örgjörva, sem er 70% hraðari en sá A8 örgjörvinn á forveranum.

Hvenær er hægt að kaupa hann og hvað mun hann kosta?

Forsala á símunum hefst í helstu markaðssvæðum Apple (lesist: ekki Ísland) 12. september næstkomandi, og fer svo í almenna sölu 25. september. Verð símanna er óbreytt (a.m.k. í Apple búðum), þannig að hann ætti að vera á svipuðu verði hérlendis og iPhone 6 / 6 Plus í fyrra.

Apple TV

Nýtt Apple TV

Eftir langa bið, og komu margra tækja frá samkeppnisaðilum Apple, þá var nýtt Apple TV kynnt til sögunnar í dag. Tækið hefur verið hannað frá grunni með nýjum og betri vélbúnaði, og breyttu en samt kunnuglegu viðmóti. Helstu nýjungar Apple TV 4 eru þessar:

  • Siri stuðningur: Þú getur sagt Siri að þú viljir horfa á tiltekna mynd. Þarft því ekki að eyða nokkrum smellum og dýrmætum mínútum í það.
  • Bluetooth fjarstýring: Þú þarft því ekki að færa þig nær tækinu eða halda fjarstýringunni aaaaðeins á ská til að tækið taki við skipunum. Fjarstýringin er einnig með litlum snertifleti sem gerir
  • Universal leit: Ef þú leitar að mynd eða þætti, þá sýnir Apple TV-ið hvar efnið er í boði.Apple TV - leit
  • App Store: Þetta er stærsta breytingin að mati undirritaðs, en með tilkomu App Store fyrir Apple TV, þá geta efnisframleiðendur, þjónustur og aðrir komið forritum í Apple TV. Góð dæmi um forrit sem væri gaman að sjá er Plex og svo auðvitað Sarpinn frá RÚV.
  • Leikir: Það verður hægt að spila leiki á nýju Apple TV, og nota fjarstýringuna eða iPhone til að stýra leikmönnum eða öðrum aðgerðum.

https://www.youtube.com/watch?v=wGe66lSeSXg

Hvenær get ég keypt Apple TV og hvað kostar það?

Tækið fer í sölu vestanhafs í lok október. Það verður hægt að kaupa Apple TV með 32GB af geymsluplássi á $149 og 64GB á $199. Miðað við samanaburð á verðlagi Apple TV 3 vestanhafs og hérlendis þá má reikna með að tækið muni kosta yfir 30.000 krónur hérna á klakanum.

iPad Pro

iPad Pro - Pencil

Ný gerð af iPad. Loksins! (eða hvað?). iPad Pro kemur með 12,9 tommu skjá, með A9X örgjörva sem er 1,8 sinnum hraðari en iPad Air 2. Tækið er með hátalara í hverju horni, þannig að eigendur tækjanna eru aldrei að blokka hátalarana ef þeir halda á spjaldtölvunni með ákveðnum hætti, eins og er tilfellið með iPad Air, iPad mini o.s.frv.

iPad Pro mun geta keyrt tvö iPad forrit í einu, en skjástærðin er slík að tvö iPad forrit í portrait mode passa á skjáinn ef iPad Pro er notaður í landscape mode.

Apple gerir ekki ráð fyrir að eigendur iPad Pro muni einungis nota tækið sem sófagræju, því þeir kynntu einnig sérstakan penna, Apple Pencil, og lyklaborð, Smart Keyboard, sem er sniðið að iPad Pro. Penninn ku vera mun betri en þessir hefðbundnu stylus pennar, en í myndbandinu fyrir neðan má sjá hvernig Apple Pencil getur nýst manni.

https://www.youtube.com/watch?v=iicnVez5U7M

iPad Air 2 (og eldri gerðir iPad spjaldtölva) eru með 9,7 tommu skjá og iPad mini er með 7,9 tommu skjá, þannig að þetta er nokkurt stökk í skjástærð fyrir þá sem sjá fyrir sér að kaupa iPad Pro. Á eftirfarandi mynd má sjá allar iPad gerðirnar saman, sem gefur nokkra mynd af stærðarmuninum.

iPad Stack

Hvenær kemur hann í sölu og hvað mun hann kosta?

iPad Pro kemur í sölu í nóvember (þ.e. í Bandaríkjunum . Grunnútgáfan af iPad Pro, með 32 GB geymsluplássi, mun kosta frá $799 vestanhafs. Apple Pencil mun svo kosta $99 og Smart Keyboard $169, þannig að allur pakkinn mun kosta frá $1067.

Þetta er sambærilegt Macbook Air 13″ í verði, þannig að þessi pakki mun að öllum líkindum kosta yfir 200.000 krónur hérlendis.

https://www.youtube.com/watch?v=WlYC8gDvutc

Apple Watch

Apple Watch - Hermes

Íslendingar tengja eflaust minnst við þessar fréttir, þar sem úrið er ekki opinberlega komið í sölu hérlendis. Apple sýndi watchOS 2, sem er fyrsta stýrikerfisuppfærslan á úrinu, en með henni er hægt að keyra forrit á sjálfu úrinu, í stað forrita sem eru í raun ekkert nema framlenging af iPhone forritum.

Apple kynnti einnig fjölda nýrra armbandsóla sem hægt er að nota með úrinu, þ. á m. nokkrar frá hátískumerkinu Hermes, en slík ól mun kosta $1100 (eins og þessi að ofan) eða $1250 eftir því hvor ólin er valin.

watchOS 2 kemur út 16. september næstkomandi.

Write A Comment