fbpx

Það eru nokkur tilvik sem geta krafist þess að þú slökkvir á Find My iPhone/iPad, t.d. ef þú ferð með tækið í viðgerð, þú selur tækið þitt eða þú vilt núllstilla tækið í iTunes eftir að einhver vandamál koma upp.

Find My iPhone/iPad á iOS tækjum getur nefnilega einungis verið tengt við einn iCloud aðgang, sem skýrir nauðsyn þess að slökkt sé á því áður en tækinu er komið í ferli sem leiðir til þess að það verði kannski endanlega í höndum annars aðila.

Einfaldasta leiðin til að slökkva á Find My iPhone/iPad er eftirfarandi:

Á iOS tækinu þínu skaltu fara í Settings.

Síðan skaltu skruna efst og smella á nafnið þitt (eða nafni í á reikningnum). Þar skaltu velja iCloud (eða Settings > iCloud).

Í skjánum sem birtist núna ættirðu að geta séð Find My iPhone stillingu. Þegar þú stillir þetta á Off þá biður tækið þig um að slá inn lykilorðið á Apple reikningnum þínum, því annars geturðu ekki slökkt á Find My iPhone/iPad.

Þegar þú hefur gert það þá er þér óhætt að fara með tækið í viðgerð, núllstilla tækið í iTunes eða gera aðrar kúnstir sem eru annars ómögulegar.