fbpx

Nýjasta útgáfa af Chrome vafranum á iOS kemur með nokkuð hentugum eiginleika, sem gerir manni kleift að minnka gagnanotkun á meðan þú vafrar.

Google, sem gefur út Chrome, gerir þetta með því að þjappa gögnum (e. data-compression), og fyrirtækið heldur því fram að þetta geti minnkað gagnanotkun um allt að 50%.

Þetta leiðir til þess að vefsíður hlaðast hraðar og gagnanotkun er minni, sem getur haft sitt að segja ef maður vafrar mikið á 3G eða 4G/LTE farnetum símafyrirtækja.

Ef þú vilt byrja að spara bandvídd á Chrome þá skaltu gera þetta (sjá einnig myndband neðst í færslu):
Skref 1: Smelltu á valmyndartáknið uppi í hægra horninu, sem er vinstra megin við flipahnappinn, skrunaðu niður og smelltu á Settings.
Skref 2: Í Settings skaltu aftur skruna niður og smella á Bandwidth.
Skref 3: Smelltu á Data Usage og smelltu á ON/OFF hnappinn þannig að hann sé stilltur á on.
Skref 4: Haltu áfram að vafra um vefinn eins og venjulega.

Myndbandið hér fyrir neðan sýnir einnig hvernig þetta er gert.

 

Write A Comment