fbpx
Tag

Google

Browsing

Næstkomandi mánudag mun Google kynna nýja streymiþjónustu, YouTube Music Key, sem kemur til með að kosta 10 dollara á mánuði (og þá væntanlega 10 evrur/mán hérlendis miðað við verðlag á Spotify).

Áskrifendur þjónustunnar munu geta horft á tónlistarmyndbönd og hlustað á lög af YouTube án auglýsinga, og einnig haldið spilun áfram þótt símanum sé læst, ef notendur skipta yfir í annað forrit eða internettengingin rofnar.

Það er okkur hjá Einstein.is sönn ánægja að birta eftirfarandi gestapistil frá Sveini Birki Björnssyni. Sveinn Birkir er reyndur íslenskur blaðamaður, starfar nú sem verkefnastjóri Íslandsstofu auk þess sem hann ritar vikulega í sunnudagsblað Morgunblaðsins.

Google Reader LogoBandaríska tæknifyrirtækið Google hyggst leggja RSS þjónustuna Google Reader á hilluna eftir rétt rúman mánuð (1. júlí 2013).

Það er því vert að skoða hvaða möguleikar eru í boði þegar ljósin verða slökkt, fyrir hina fjölmörgu sem reiða sig á þjónustuna til að fá fréttaskammtinn sinn.

Google MapsÍ gær kynnti Google allt það nýjasta og besta úr smiðju fyrirtækisins á Google I/O ráðstefnunni sem fram fer í San Francisco 15-17. maí.

Meðal þess sem fyrirtækið sýndi voru fyrirhugaðar breytingar á Google Maps, sem hefur verið tekin alveg í gegn frá toppi til táar.