fbpx
Spurt og svaraðCategory: Apple TVÞarf ég að fá mér bandarískan iTunes reikning ef ég er með Apple TV?
Spurning í tölvupósti asked 9 ár ago
Ég var að fjárfesta í Apple TV og ætla að fara að græja það. Nú er ég með íslenskt apple ID, þarf ég nauðsynlega að fá mér bandarískan reikning til að geta haldið áfram?   Ef svo, get ég breytt mínu og hvernig er þá best að gera það?
1 Answers
Avatar photoRitstjórn Staff answered 9 ár ago
Þú þarft í sjálfu sér ekkert að fá þér bandarískt Apple ID, en það er aftur á móti nauðsynlegt ef þú vilt greiða fyrir Netflix og/eða Hulu Plus áskrift með Apple ID-inu þínu. Nefni þetta sérstaklega með Hulu Plus, þar sem að það er smá maus að halda utan um áskriftina þar ef maður gerir það ekki í gegnum Apple ID-ið.   Maður hefur heyrt misjafnar sögur af velgengni manna við að skipta um land á App Store reikningnum. Kreditkortið þitt þarf t.d. að vera frá sama landi og reikningurinn, þannig að íslenska kreditkortið er þá ekki lengur valid ef þú nærð að skipta um land.   Það sem ég mæli helst með í þessum efnum er að stofna sérstakan bandarískan reikning. Sjá leiðbeiningar hér um hvernig þú getur stofnað bandarískan App Store reikning án kreditkorts.   Ef þú vilt aftur á móti ólmur reyna að breyta landinu á reikningnum þínum þá geturðu prófað að fylgja þessum leiðbeiningum á Support síðu Apple. Ítreka samt að þá ertu beðinn um að breyta Billing Information líka þannig að það þurfi að stemma við landið sem þú "flytur" til.
Author