fbpx

Hægt er að fá íslenska stafi í iPhone, og öðrum iTækjum (iPad/iPod Touch) með mjög einföldum hætti. Til að fá íslenskt lyklaborð í tækjunum sínum þurfa notendur einfaldlega að fylgja þessum leiðarvísi skref fyrir skref:

1. Byrjum á að fara í Settings –> General.

2. Í General skal annaðhvort Keyboard eða International –> Keyboard vera valið. Hér veljum við Keyboard.

3. Veljið svo næst International Keyboards, og bætið Icelandið við.


4. Þegar hér er komið við sögu þá er hægt að eyða enska lyklaborðinu út, og er gert með því að smella á Edit í Keyboard valmyndinni og á mínus-merkið við hliðina á English. Þó er auðveldlega hægt að hafa 2 (eða fleiri) lyklaborð, og skipta á milli þeirra eftir hentisemi (sjá mynd að neðan), með því að halda inni takkanum vinstra megin við bilslána þegar texti er ritaður.


Ath!

Sumir notendur fylgja öllum leiðbeiningum eftir í þaula, en telja íslenska lyklaborðið samt ekki vera komið upp hjá sér. Ástæðan er sú að enska lyklaborðið á iOS lítur alveg eins út og það íslenska við fyrstu sýn.

Munurinn er sá að til að fá íslenska stafi þá þarf að ýta á stafi sem tengjast þeim séríslensku, og þá birtist möguleiki yfir sérstafi sem hægt er að rita.

Til að fá Á þarf maður að ýta á A og halda inni, T fyrir Þ, D fyrir Ð, o.s.frv.

Avatar photo
Author

Write A Comment