fbpx

iPad

Ef Apple myndi skipta stórveldi sínu niður í smærri fyrirtæki fyrir iPhone, iPad og Mac, þá væri „iPad“ ellefta stærsta tæknifyrirtæki Bandaríkjanna, samkvæmt niðurstöðum Toni Sacconaghi hjá Bernstein Research.

Tekjur Apple af iPad námu 32 milljörðum dala á síðasta ári, eða u.þ.b. 60% af allri spjaldtölvusölu í Bandaríkjunum, og áætlað er að sú tala muni hækka eftir að iPad mini kom á markað.

iPad „fyrirtækið“ yrði einnig á Fortune 500 listanum yfir stærstu fyrirtæki Ameríku, og myndi þar vera fyrir ofar á lista en fyrirtæki á borð við McDonald’s, Gap og Nike.

Heimild: Fortune
Avatar photo
Author

Write A Comment