fbpx

HP Slate 7

Bandaríska tæknifyrirtækið Hewlett Packard kynnti nýlega fyrstu Android afurð fyrirtækisins, spjaldtölvuna HP Slate 7.

Áætlað er að tölvan muni koma á Bandaríkjamarkað í apríl næstkomandi. Tölvan kemur með 7 tommu skjá, og mun keyra Android 4.1 (Jelly Bean). Undir húddinu eru tveggja kjarna 1.6GHz ARM Cortex A9 örgjörvi, 1GB af vinnsluminni og 8GB geymslurými.

Myndavélarnar á tölvunni verða tvær, 3MP á bakhlið tölvunnar og einföld VGA myndavél á framhlið hennar. Þá mun Slate 7 tölvan skarta svokölluðum HFFS skjá (e. High-aperture-ratio Field Frine Switching) sem á að vera með víðara og þægilegra sjónsvið en núverandi spjaldtölvur. Hljóðkerfi tölvunnar verður svo keyrt af Beats Audio.

Slate 7 spjaldtölvan mun kosta $169 á Bandaríkjamarkaði, sem er 30 dölum minna en Nexus 7 spjaldtölvan frá Google. Tölvurnar eru ekki sambærilegar að öllu leyti. Nexus 7 er með öflugri örgjörva (fjögurra kjarna Tegra 3 örgjörva), GPS, NFC og stærra geymslurými. Eina sem Slate 7 getur státar af sem Nexus 7 hefur ekki er með microSD rauf og aukamyndavél.

Frekari upplýsingar um tölvuna eru fáanlegar á heimasíðu HP.

Avatar photo
Author

Write A Comment