fbpx
Category

Forrit

Category

CCleanerWindows/Mac: Ef þér finnst þú aldrei vera með pláss á harða disknum , eða þá að tölvan er orðin of hæg, þá ættir þú að prófa CCleaner, sem er ókeypis forrit frá fyrirtækinu Piriform. Oftar en ekki, þá er tölvan manns orðin hæg af því að það er allt of mikið af drasli inni á tölvunni sem veldur því að viðbragðstími tölvunnar eykst, eigandanum til mæðu.

Hér kemur CCleaner til sögunnar, en forritið losar þig við þetta rusl (c-ið í CCleaner stendur fyrir crap) með mjög einföldum hætti, og bónusinn er sá að tölvan verður oft hraðari fyrir vikið (við getum ekki tryggt að það gerist, en reynslan er sú að notendur eru almennt ánægðari með tölvurnar sínar eftir að þeir keyra forritið).