fbpx
Category

Forrit

Category

F.luxMargur er knár þótt hann sé smár. Það eru orð að sönnu þegar litla forritið F.lux er annars vegar, sem ætti að henta hverjum þeim sem eyðir miklum tíma fyrir framan tölvuskjá. En hvað gerir F.lux nákvæmlega? Áður en því er svarað þá skulum við setjast aðeins á skólabekk.

Melatónín er efni sem heilinn okkar framleiði. Í daglegu tali er það stundum kallað hormón myrkursins, en það hjálpar manni m.a. að sofna. Við góð birtuskilyrði þá er framleiðsla melatóníns lítil, en eykst ef birtan minnkar.

Pocket - Mac App Store

Fyrirtækið Pocket, sem hét áður Read It Later, hefur nú gefið út Mac útgáfu af forritinu sínu.

Fyrirtækið segir að yfir 6 milljón notendur forritsins muni njóta góðs af því að geta einnig nálgast greinar sem þeir vista í Mac forritinu, sem bætist í flóruna en forritið er einnig fáanlegt á iOS, Android og Kindle Fire.