Google hefur gefið út Google Maps forrit fyrir iPhone, sem notendur geta notað í stað Apple Maps, en viðtökur notenda við Apple Maps hafa vægast sagt verið dræmar.
Apple sá sig fyrst knúið til að biðjast afsökunar á Apple Maps fyrir stuttu síðan, og þá er talið er að Scott Forstall hafi verið rekinn vegna Apple Maps, eins og við höfum áður greint frá.

Ein umdeildasta breytingin í iOS 6 er Apple Maps, arftaki Google Maps sem var eitt af stöðluðum forritum í öllum keyptum iPhone sínum þangað til iPhone 5 leit dagsins ljós.