fbpx

Scott Forstall

Scott Forstall, varaforstjóri Apple og einn af mönnunum á bak við iOS stýrikerfið vinsæla, mun hætta hjá Apple á næsta ári.

Talið er að helstu ástæðurnar fyrir brottför Forstall séu Siri og Apple Maps sem Forstall bar ábyrgð á, en hvort tveggja hefur ekki staðist væntingar notenda.

Punkturinn yfir i-ið var þegar Apple sá sig knúið til að biðjast afsökunar á Apple Maps. Þar var Forstall  beðinn um að kvitta undir bréfið með nafni sínu. Hann þvertók fyrir það og var í kjölfarið beðinn um að hætta hjá fyrirtækinu.

Það var mikið talað um hversu erfitt það væri að vinna með Forstall, en hann var undir verndarvæng Steve Jobs í stjórnartíð hans. Þeir byrjuðu að vinna saman hjá NeXT á 10. áratug síðustu aldar, og unnu saman þar til Jobs lést fyrir rétt rúmu ári síðan.

Author

Write A Comment