fbpx
Tag

auglýsingar

Browsing

Google merkiðÁ nethringnum síðustu mánuði þá hafa auglýsingar frá Domino’s, Símanum og Liðsstyrk eflaust ekki farið framhjá þér. Íslendingar erlendis hafa svipaða sögu að segja, sjá auglýsingar frá aðilum í búsetulandi sínu, hvort sem það er Danmörk, Stóra-Bretland eða soldánsdæmið Brunei.

Þessi fyrirtæki eru ekki að auglýsa hjá síðunni sem þú ert að skoða hverju sinni, heldur kaupa birtingar eða smelli í gegnum Google AdSense, auglýsingakerfi Google.

iPad auglýsing - Alive

iPad spjaldtölvan frá Apple er sú vinsælasta sinnar tegundar í heiminum, og hefur verið seld í tugmilljónatali frá því á markað í apríl 2010. Fyrirtækið sér samt ástæðu til að auglýsa spjaldtölvuna  í fjölmiðlum, og hefur nú sent frá sér tvær auglýsingar sem fyrirtækið telur að sælkerar fegurðarinnar.

Í auglýsingunum tveimur eru ýmis forrit í sviðsljósinu, sem sýna hvaða möguleikar sem eru í boði fyrir iPad og iPad mini eigendur.

http://www.youtube.com/watch?v=iN7H4t1q0ik

Super Bowl (eða Ofurskálin á móðurmáli okkar) í amerískum fótbolta er án nokkurs vafa vinsælasti íþróttaviðburður ársins í Bandaríkjunum. Leikurinn fór fram í gær þar sem að Baltimore Ravens sigruðu San Francisco 49ers í skemmtilegum leik.

Fjölmargir horfa á Super Bowl ár hvert, ekki út af leiknum sjálfum, heldur vegna auglýsinganna sem eru sendar út í leikhléum, og svo tónlistaratriðisins sem er í hálfleik.

iPhone 5 - auglýsing

Apple hefur nú sent frá sér tvær nýjar auglýsingar fyrir iPhone 5 símann, sem kom á markað fyrir rétt tæpum tveimur mánuðum.

Í fyrri auglýsingunni, Turkey, er áherslan lögð á Shared Photo Stream sem sýnir hversu auðvelt það er að deila myndum með völdum aðilum. Í síðari auglýsingunni, Orchestra, þá er nýr hljóðnemi á bakhlið símans í sviðsljósinu.

Það er ekki svo galið í byrjun mánaðarins að líta yfir farinn veg og sjá vinsælustu auglýsingarnar á myndbandavefnum YouTube í febrúar. Vefmiðillinn Mashable tók saman vinsælustu auglýsingar febrúarmánaðar og birti þær á vef sínum. Það kemur eflaust fáum á óvart að hluti af þessum auglýsingum voru frumsýndar fyrir Super Bowl, sem fór fram 5. febrúar síðastliðinn.