fbpx
Tag

Google Plus

Browsing

Google+ iPadGoogle+ forritið á iOS hefur fengið uppfærslu í útgáfu 3.0 og kemur nú með fullkomnum iPad stuðningi, þannig að iPad notendur á Google+ þurfa ekki lengur að reiða sig á að fá stækkaða útgáfu af iPhone forritinu á tækjum sínum.

Google+ 2.0

Margir eru þeirrar skoðunar Google+ séu enn ein mistökin frá Google á sviði samfélagsmiðla, en fyrirtækið hefur áður sent frá sér þjónusturnar Google Orkut og Google Buzz sem féllu í grýttan jarðveg hjá fjöldanum (Google Buzz heyrir sögunni til, en Orkut nýtur mikilla vinsælda í Brasilíu).

Notendafjöldi Google+ er þó talsverður, og síðan samfélagsmiðlinum var ýtt úr vör fyrir rúmu ári síðan, þá eru nú meira en 170 milljón manns sem eru skráðir notendur á Google+.

Google+Laust fyrir helgi þá kynnti Google til sögunnar nýtt viðmót á samfélagsmiðlinum Google+.

Umtalsverðar breytingar hafa verið gerðar á viðmótinu, sem voru gerðar með það að markmiði að einfalda notendum bæði að skoða og deila efni.

Google PlusÞrátt fyrir að Google+ sé enn á prófunarstigi þá hefur það farið um internetið eins og eldur um sinu. Vinsældir Google+, sem í daglegu tali er gjarnan nefndur Plúsinn, eru slíkar að meira en 10 milljón notendur eru komnir á þennan nýja samskiptavef.

Með tilkomu forritsins er enn auðveldara en áður að skoða Google+ almennt, auk þess sem notendur geta skrifað smáskilaboð til annarra notenda með Huddle.

Tæknirisinn Google ýtti nýlega úr vör Google+ (eða Google Plus), nýrri samskiptasíðu sem ætlað er að fara í beina samkeppni við Facebook.

Fáið boð hérna með því að setja netfangið ykkar í ummæli. Við mælum með því að nota Scr.im til að fela netfangið ykkar, og pósta þess í stað Scr.im URL-inu sem geymir netfangið.