iCloud Photo Sharing er einfaldur og þæginlegur eiginleiki, sem gerir iPhone og iPad eigendum kleift að deila myndum með eigendum…
WWDC ráðstefna Apple hefst kl. 17 í dag, þar sem tæknirisinn mun kynna helstu nýjungar sínar fyrir iOS og Mac.
Í gær gaf Apple út uppfærslu á iOS stýrikerfinu, sem er nú komið í útgáfu 6.1.
Með uppfærslunni þá fengu fjölmörg símafyrirtæki LTE (4G) stuðning, auk þess sem að iTunes Match notendur geta halað niður einstökum lögum úr iCloud.
Í gær gaf Apple út gífurlega útgáfu af iTunes margmiðlunarforritinu sem allir iPhone og iPad eigendur þekkja. iTunes 11 kemur með gjörbreyttu viðmóti auk nokkurra nýrra eiginleika sem vert er að geta.
Þegar iPhone 4S síminn frá Apple kom á markað í nóvember 2011, þá kynnti fyrirtækið einnig til sögunnar iTunes Match.
iTunes Match er þjónusta, sem tengist iCloud skýþjónustunni náið, en með henni geturðu geymt allt að 25.000 lög í iCloud, og nálgast hvar og hvenær sem er.
Ef lögin eru til í iTunes Store, þá er þér heimilt að sækja þau þaðan hvenær sem er, og það hefur engin áhrif á iCloud plássið þitt. Ef þú átt svo einhverja titla sem ekki eru til í iTunes Store (t.d. marga íslenska diska) þá dregst það magn frá iCloud plássinu þínu, þannig að ef þú ert bara að nýta þér iCloud sem ókeypis þjónustu þá gætirðu þurft að uppfæra aðganginn þinn þar ef þú ætlar að skella öllum verkum Megasar inn í iTunes Match.
Sniðug þjónusta, en hængurinn á henni er að hún er einungis í boði í vissum löndum, og Ísland er ekki þar á meðal. Við deyjum þó ekki ráðalausir, og með því að fylgja leiðarvísinum að neðan, þá getur þú byrjað að nota iTunes Match innan örfárra tíma.
Mac/iOS: Margir sem hafa nú nýtt sér skýþjónustuna iCloud frá Apple hafa tekið eftir því að dagatöl sem þeir voru áskrifendur að birtast ekki lengur jafnt á tölvu og iPhone símum eða öðrum iOS tækjum. Með því að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum þá ætti að vera hægt að fá þau til að virka á ný.
Margir eigendur iOS tækja tengja iCloud svo mikið við Apple og Mac tölvur, að þeir halda jafnvel að einungis sé hægt að nýta sér þjónustuna til að hafa tölvupóst, tengiliði, dagatöl og fleira stillt saman ef Mac tölva er á heimilinu. Svo er ekki.
Að neðan má sjá leiðbeiningar til að setja upp iCloud á Windows.
Apple sendi nýja auglýsingu frá sér um helgina. Að þessu sinni er iPhone 4S ekki í aðalhlutverkinu, heldur iCloud. iCloud er skýþjónusta sem gerir notendum kleift að hafa dagatal, forrit, tölvupóst, myndir o.fl. allt stillt saman við vefþjón Apple.
iCloud er frítt upp að 5GB, en síðan er hægt að kaupa meira pláss fyrir ársgjald, þ.e. 10GB fyrir $20, 20GB fyrir $40 og 50GB fyrir $100.