fbpx
Category

Íslenskt efni

Category

Airport Extreme

Frá því leiðarvísir okkar um hvernig maður notar Airport Extreme með ljósleiðara var birtur þá hefur hann verið lesinn tæplega fimm þúsund sinnum, sem sýnir að áhugi Íslendinga á þessum öfluga tæki er meiri en marga hefði grunað.

Leiðarvísirinn fagnaði tveggja ára afmæli sínu nýverið, og því fannst okkur tímabært að búa til nýjan leiðarvísi, sem miðast við uppsetningu með Airport Utility 6.x.

Nova 4G

Fyrr á árinu greindi Nova frá stórum áfanga í sögu fyrirtækisins þegar það hóf 4G þjónustu hérlendis, fyrst íslenskra fjarskiptafyrirtækja. Við leituðum til Nova og fengum 4G box lánað frá fyrirtækinu, og hér að neðan getur að líta umfjöllun okkar um 4G kerfi Nova.

Spotify logo

Útgáfufyrirtækið Sena hefur samið við tónlistarveituna Spotify um dreifingu á íslenskri tónlist sem hefur komið út á vegum fyrirtækisins.

Spotify byrjaði sem kunnugt er að bjóða þjónustu sína hérlendis í síðustu viku og hefur þegar vakið mikinn áhuga hjá Íslendingum. Tónlistin verður aðgengileg áskrifendum Spotify óháð staðsetningu, þannig að Íslendingar erlendis munu getað hlustað á lögin líkt og þjóðbræður og -systur þeirra hérlendis.