Þrátt fyrir að Google+ sé enn á prófunarstigi þá hefur það farið um internetið eins og eldur um sinu. Vinsældir Google+, sem í daglegu tali er gjarnan nefndur Plúsinn, eru slíkar að meira en 10 milljón notendur eru komnir á þennan nýja samskiptavef.
Með tilkomu forritsins er enn auðveldara en áður að skoða Google+ almennt, auk þess sem notendur geta skrifað smáskilaboð til annarra notenda með Huddle.

Hin árlega Apple Worldwide Developers Conference eða WWDC, stendur nú yfir í San Francisco í Bandaríkjunum (6.-10.júní). Síðastliðinn mánudag var iOS 5 kynnt með pompi og prakt.

Hægt er að fá íslenska stafi í iPhone, og öðrum iTækjum (iPad/iPod Touch) með mjög einföldum hætti. Til að fá íslenskt lyklaborð í tækjunum sínum þurfa notendur einfaldlega að fylgja þessum leiðarvísi skref fyrir skref:
Loksins er komið gagnlegt leiðsöguforrit í iOS tæki (þ.e. iPhone og iPad 3G) sem virkar á Íslandi, en hingað til hefur Ísland ekki verið á heimskortinu hjá stórfyrirtækjum á borð við Navigon og TomTom, sem eru leiðandi fyrirtæki á þessu sviði, og Íslendingar þurft að reiða sig á Garmin tæki til að njóta leiðsagnar í akstri hérlendis.
Fyrr í dag þá gaf Apple út litla uppfærslu á iOS stýrikerfinu sínu, sem er nú komin upp í 4.3.3. Eini tilgangur uppfærslunnar er að laga villuna sem var tilefni mikillar fjölmiðlaumfjöllunar undanfarnar vikur. Villan var sú að síminn skráði upplýsingar um heita reiti og fjarskiptamöstur sem voru nálægt símanum hverju sinni, og safnaði í skrá. Uppfærslan virkar fyrir eftirfarandi iTæki: