fbpx
Tag

iOS

Browsing

Google PlusÞrátt fyrir að Google+ sé enn á prófunarstigi þá hefur það farið um internetið eins og eldur um sinu. Vinsældir Google+, sem í daglegu tali er gjarnan nefndur Plúsinn, eru slíkar að meira en 10 milljón notendur eru komnir á þennan nýja samskiptavef.

Með tilkomu forritsins er enn auðveldara en áður að skoða Google+ almennt, auk þess sem notendur geta skrifað smáskilaboð til annarra notenda með Huddle.

Jailbreak fyrir iPad 2

Margir iPad eigendur hafa beðið í ofvæni eftir að geta jailbreak-að tækin sín. Sú bið er nú á enda, því @comex, sem er frægur fyrir fyrri jailbreak sín (Spirit og síðustu útgáfu af JailbreakMe) bjó til jailbreak sem hver sem er getur sett á iPad, iPhone 4, iPhone 3GS eða iPod Touch sem keyrir iOS 4.3.3.

Hin árlega Apple Worldwide Developers Conference eða WWDC, stendur nú yfir í San Francisco í Bandaríkjunum (6.-10.júní). Síðastliðinn mánudag var iOS 5 kynnt með pompi og prakt.

Hér að neðan má sjá helstu nýjungarnar í nýja stýrikerfinu, sem hægt verður að nota eftirtöldum tækjum: iPhone 3GS, iPhone 4. iPad og iPad 2, og að lokum 3. og 4. kynslóð af iPod Touch.

Þrátt fyrir að iOS sé ekki opið almenningi, þá geta forritarar sem eru skráðir hjá Apple fengið að spreyta sig á kerfinu. Þegar iPhone Dev Team komast í nýja uppfærslu af iOS þá fara þeir strax að vinna í jailbreak-i fyrir stýrikerfið. Innan við sólarhring frá því forritarar gátu sett upp kerfið í iOS tæki sín, þá er MuscleNerd búinn að jailbreak-a símann sinn með iOS 5 uppsettu, sbr. þetta tweet að neðan.

Mac: Ýmis forrit eru til fyrir Apple tölvur sem gera fátt annað en að breyta sniði á videoskrám til að hægt sé að horfa á efnið í iPhone, iPad o.s.frv. Maður þarf þó ekki að leita langt til að gera þetta, því þetta er allt hægt með QuickTime Player sem fylgir öllum Apple tölvum. Eina sem notendur þurfa að ná í er lítil viðbót sem heitir Perian, og er innan við 5MB að stærð. Leiðarvísir að neðan:

Loksins er komið gagnlegt leiðsöguforrit í iOS tæki  (þ.e. iPhone og iPad 3G) sem virkar á Íslandi, en hingað til hefur Ísland ekki verið á heimskortinu hjá stórfyrirtækjum á borð við Navigon og TomTom, sem eru leiðandi fyrirtæki á þessu sviði, og Íslendingar þurft að reiða sig á Garmin tæki til að njóta leiðsagnar í akstri hérlendis.

Wisepilot Navigation er nýtt forrit frá Appello Systems sem breytir því. Íslandskortið er það sem gerir forritið að vænlegum kosti hérlendis, en eftirfarandi fídusar eru meðal þeirra sem forritið býður upp á:

Fyrr í dag þá gaf Apple út litla uppfærslu á iOS stýrikerfinu sínu, sem er nú komin upp í 4.3.3. Eini tilgangur uppfærslunnar er að laga villuna sem var tilefni mikillar fjölmiðlaumfjöllunar undanfarnar vikur. Villan var sú að síminn skráði upplýsingar um heita reiti og fjarskiptamöstur sem voru nálægt símanum hverju sinni, og safnaði í skrá. Uppfærslan virkar fyrir eftirfarandi iTæki:

iPhone 3GS/4

iPad/iPad 2 og

iPod Touch 3G/4G.