fbpx

Hin árlega Apple Worldwide Developers Conference eða WWDC, stendur nú yfir í San Francisco í Bandaríkjunum (6.-10.júní). Síðastliðinn mánudag var iOS 5 kynnt með pompi og prakt.

Hér að neðan má sjá helstu nýjungarnar í nýja stýrikerfinu, sem hægt verður að nota eftirtöldum tækjum: iPhone 3GS, iPhone 4. iPad og iPad 2, og að lokum 3. og 4. kynslóð af iPod Touch.

1. Betri tilkynningar (e. Push notifications): Apple segist hafa hlustað á notendur varðandi það hvernig tilkynningum er komið til skila. Í staðinn fyrir að maður komi að símanum, opni hann, og allt sé þá farið, þá bættu þeir Notification Center. Maður getur farið í Notification Center í hvaða forriti sem er með því að renna fingri upp á skjánum.

 

2. Newsstand: Ný búð þar sem hægt er að kaupa tímarit og dagblöð. Apple kynnti um leið að nokkrir risar á því sviði séu þegar komnir í Newsstand, t.d. New York Times og National Geographic.

 

3. Twitter innlimað í iOS 5. Ef maður tekur mynd þá er hægt að tísta (e. tweet) henni beint á Twitter. Annað gott dæmi er að þá getur maður farið í Maps ef maður vill deila hvar maður er þá stundina (t.d. í einhverri athyglisverðum veitingastað eða kaffihúsi).

iOS 5 Twitter

4. Reminders: Forrit sem minna mann á allt milli himins og jarðar hafa notið vinsælda í App Store frá fyrsta degi. Nú má vænta þess að þeir sem þrói slík forrit muni ekki taka þessum lið fagnandi, því eitt slíkt forrit fylgir nú í iOS 5. Þetta forrit stendur upp úr þar sem það getur minnt þig á að gera eitthvað þegar þú ert á einhverjum stað, eða farinn af einhverjum stað. Dæmi: Þú ert í vinnunni, færð þá áminningu um að muna að ná í föt úr hreinsun þegar síminn nemur að þú byrjaður að aka af stað heim.iOS 5 Reminders

 

5. Safari Reader: Nýr Reader hnappur kemur í Safari, og ef maður smellir á hann þá er síðan sniðin að tækinu þínu, og þú getur einnig bætt henni við Reading list, sem þú getur svo haldið áfram að lesa í tölvunni þinni. Safari kemur líka með flipum (e. Tabbed browsing).

 

6. Nýtt og endurbætt myndavélaforrit: Nú er hægt að nota Volume up takkann til að taka myndir, nokkuð sem Apple þvertók fyrir áður fyrr. Einnig er hægt að breyta myndum eftir að þú tekur þær (t.d. fjarlægja red eye og þannig atriði).

Það er gaman að minnast þess að forritið Camera+ var fjarlægt úr App Store á sínum tíma vegna þess að það gerði notendum kleift að taka myndir með því að ýta á þennan takka

 

7. Tölvur óþarfar: Nú þarf ekki að tengja iOS tæki við tölvu til að virkja þau, heldur er hægt að kaupa tækin og taka þau upp og hefja notkun samstundis. Einnig verður óþarfi að tengja iOS tæki við tölvu til að uppfæra þau, heldur verður hægt að gera það beint yfir netið úr tækjunum.

8. Mail: Litlar viðbætur hér, nú er hægt að feitletra, skáletra texta o.s.frv. Nú er hægt að færa texta inn, vilji maður leggja áherslu á tiltekna málsgrein. iPad notendur geta líka alltaf komist í Innhólfið sitt með einni hreyfingu, þ.e. „Swipe to Inbox“.

9. Game Center: Endurbættur Game Center er meðal þess sem er í iOS 5. Í nýjum Game Center er hægt að fá tillögur að nýjum leikjum, sem miðast við það hvaða leiki þú ert að spila. Stuðningur kominn við leiki þar sem leikmenn skiptast á að gera, t.d. Scrabble.

10. iMessage: Sendu skilaboð, myndir o.fl. á milli tækja sem eru með iOS 5 uppsett, þannig að skilaboðin eru send yfir 3G eða WiFi, en ekki yfir símkerfið.

 

Annað nýtt sem fékk ekki jafn mikla athygli:

WiFi Sync: Óþarfi að tengja iOS tæki við tölvu til að setja lög, kvikmyndir og annað inn. Mjög þægilegt vilji maður einungis færa örfá lög inn á milli.

Innbyggð orðabók: Orðabækur á mörgum tungumálum. Væntanlega ekki á íslensku samt.

Persónuleg orðabók: Orðabók sem þú getur sniðið að þínum þörfum.

iTunes Tone Store: Búð með  SMS- og hringitóna.

Betri myndgæði á FaceTime: Apple kynnti betri myndgæði í FaceTime myndsímtölum.

AirPlay Mirroring: Ef þú átt iPad 2 og Apple TV, þá muntu getað speglað iPadinn þráðlaust, þannig að allt sem þú gerir á honum birtist í sjónvarpi, sem Apple TV er tengt við.

Avatar photo
Author

Write A Comment