fbpx
Tag

iPod

Browsing

Ef frá er talinn Steve Jobs, þá er Sir Jonathan Ive yfirhönnuður Apple talinn eiga hvað mestan þátt í velgengni fyrirtækisins síðustu 10 árin.

Stílhrein hönnun á Apple vörum hefur vakið mikla eftirtekt í gegnum árin, og haft slík áhrif á fólk að iMac tölvur eru nú talið flott stofustáss hjá fólki ólíkt gömlu turntölvunni sem flestir földu undir borði inni í lokuðu herbergi.

Apple - logoApple hefur sent nýja auglýsingu frá sér fyrir iPod spilarann, en iPod touch og iPod nano hafa báðir fengið fínar uppfærslur. Auglýsingin þykir minna á gömlu silhouette auglýsingarnar sem voru sýndar fyrir 6-7 árum.

Lagið í auglýsingunni þykir líka nokkuð grípandi, en það heitir Yeah Yeah og er með nýsjálenska söngvaranum Willy Moon.

Í gær gaf Skakkiturn ehf. (sem rekur Apple VAD á Íslandi í umboði Apple Inc.) út fréttatilkynning þess efnis að iPod nano spilarar, framleiddir og seldir tímabilið september 2005 – desember 2006 yrðu innkallaðir vegna galla á rafhlöðu.

Í þessu sambandi er vert að benda á að fyrsta kynslóð af iPod nano kom á markaðinn í september 2005, og í september 2006 kynnti Apple til sögunnar nýja kynslóð af iPod nano, þannig að ef þú átt fyrstu kynslóðar iPod nano, þá má segja að allar líkur séu á því að þinn iPod falli undir þetta. Fréttatilkynninguna má sjá að neðan: