fbpx
Tag

iTunes Match

Browsing

iOS 6.1

Í gær gaf Apple út uppfærslu á iOS stýrikerfinu, sem er nú komið í útgáfu 6.1.

Með uppfærslunni þá fengu fjölmörg símafyrirtæki LTE (4G) stuðning, auk þess sem að iTunes Match notendur geta halað niður einstökum lögum úr iCloud.

Apple TV margmiðlunarspilarinn er með vinsælli raftækjum hérlendis um þessar mundir. Apple TV léttir manni lífið með ýmsum hætti, t.d. með því að spila efni þráðlaust úr iTunes í sjónvarpinu og AirPlay spilun ef þú vilt spila tónlist eða myndbönd á sjónvarpinu þínu.

Margir spyrja sig samt þeirrar spurningar hvað sé eiginlega hægt að gera við Apple TV spilarann. Við ætlum að fara aðeins út í það hér fyrir neðan.

Þegar iPhone 4S síminn frá Apple kom á markað í nóvember 2011, þá kynnti fyrirtækið einnig til sögunnar iTunes Match.

iTunes Match er þjónusta, sem tengist iCloud skýþjónustunni náið, en með henni geturðu geymt allt að 25.000 lög í iCloud, og  nálgast hvar og hvenær sem er.

Ef lögin eru til í iTunes Store, þá er þér heimilt að sækja þau þaðan hvenær sem er, og það hefur engin áhrif á iCloud plássið þitt. Ef þú átt svo einhverja titla sem ekki eru til í iTunes Store (t.d. marga íslenska diska) þá dregst það magn frá iCloud plássinu þínu, þannig að ef þú ert bara að nýta þér iCloud sem ókeypis þjónustu þá gætirðu þurft að uppfæra aðganginn þinn þar ef þú ætlar að skella öllum verkum Megasar inn í iTunes Match.

Sniðug þjónusta, en hængurinn á henni er að hún er einungis í boði í vissum löndum, og Ísland er ekki þar á meðal. Við deyjum þó ekki ráðalausir, og með því að fylgja leiðarvísinum að neðan, þá getur þú byrjað að nota iTunes Match innan örfárra tíma.