fbpx
Tag

ljósleiðari

Browsing

Ljósleiðari vs LjósnetHraðasta internetið sem er í boði á Íslandi í dag er ýmist yfir ljósleiðara eða svokallað ljósnet. Frá árinu 2005 hefur Gagnaveita Reykjavíkur byggt upp og rekið ljósleiðaranet undir merkinu ljósleiðarinn.

Árið 2010 kynnti Síminn til sögunnar internet yfir svokallað ljósnet, sem vakti hörð viðbrögð hjá Gagnaveitu Reykjavíkur. Þeir sögðu markaðssetningu Símans vera villandi, þar sem ekki væri um ljósleiðaranet að ræða (þó er vert að geta þess að Neytendastofa sá ekki ástæðu vera til aðgerða vegna markaðssetningar Símans). Með þessar tvær þjónustuleiðir þá er ekki laust við að maður spyrji sig, hver munurinn sé á ljósleiðara og ljósneti?

Með tilkomu ljósleiðara þá fær notandi margfalt hraðari internettengingu miðað við ADSL tengingar yfir koparinn, þar sem farið er úr „allt að“ 12-16Mbit/s yfir í „allt að“ 100 Mbit/s.

Einn mikill kostur við ljósleiðara er líka sá að það er sami hraði á tengingu hvort sem verið er að hala niður efni eða senda það frá sér, þ.e. allt að 100Mbit/s í báðar áttir, á meðan upphalshraði á ADSL tengingum takmarkast við 0.8-1.0 Mbit/s eftir því sem ég best veit.

Athugið! Hraði á internettengingum er mældur í Megabitum (Mbit eða Mb) en ekki Megabætum (MB). 8 Mbit = 1 MB, þannig að þegar auglýst er að internetáskrift bjóði upp á 50Mbit/s þá þýðir það að hámarkshraði á niðurhali er í raun 6.25 MB/s.

Að neðan eru helstu internetþjónusturnar bornar saman sem bjóða upp á internet yfir ljósleiðara.

Athugið að í eftirfarandi samanburði var eingöngu miðað við að eingöngu internetþjónustan sé keypt hjá þjónustuaðila, en ekki einhver blanda af interneti síma (heima- eða farsíma) og sjónvarpi. Inni í þessum útreikningum er ótalið gjald til Gagnaveitu Reykjavíkur sem er 2.410 kr./mán. eða 1.210 kr./mán fyrir net án heimasíma hjá Símanum.