fbpx

Með tilkomu ljósleiðara þá fær notandi margfalt hraðari internettengingu miðað við ADSL tengingar yfir koparinn, þar sem farið er úr „allt að“ 12-16Mbit/s yfir í „allt að“ 100 Mbit/s.

Einn mikill kostur við ljósleiðara er líka sá að það er sami hraði á tengingu hvort sem verið er að hala niður efni eða senda það frá sér, þ.e. allt að 100Mbit/s í báðar áttir, á meðan upphalshraði á ADSL tengingum takmarkast við 0.8-1.0 Mbit/s eftir því sem ég best veit.

Athugið! Hraði á internettengingum er mældur í Megabitum (Mbit eða Mb) en ekki Megabætum (MB). 8 Mbit = 1 MB, þannig að þegar auglýst er að internetáskrift bjóði upp á 50Mbit/s þá þýðir það að hámarkshraði á niðurhali er í raun 6.25 MB/s.

Að neðan eru helstu internetþjónusturnar bornar saman sem bjóða upp á internet yfir ljósleiðara.

Athugið að í eftirfarandi samanburði var eingöngu miðað við að eingöngu internetþjónustan sé keypt hjá þjónustuaðila, en ekki einhver blanda af interneti síma (heima- eða farsíma) og sjónvarpi. Inni í þessum útreikningum er ótalið gjald til Gagnaveitu Reykjavíkur sem er 2.410 kr./mán. eða 1.210 kr./mán fyrir net án heimasíma hjá Símanum.

Hringiðan

Hringiðan eru með dýrustu áskriftarleiðirnar í ljósleiðaratengingum á Íslandi ef miðað er við verð fyrir hvert Gígabæti. Þeir eru mögulega ekkert að stíla inn á einstaklinga með sínum leiðum, enda hafa þeir ekki verið að gera vart við sig með auglýsingum líkt og önnur fyrirtæki. Áskriftarleiðirnar þeirra eru svohljóðandi:

  • 40GB/40Mbit/s :4.990 kr./mán.
  • 60GB/60 Mbit/s: 6.990 kr./mán.
  • 150GB/100 Mbit/s: 10.990 kr./mán
Beinir (e. router) og leiga á honum:
Linksys Cisco E1000 beinir, 400 kr./mán. Notendum er einnig boðið upp á að kaupa beininn á 9.000 kr.

 

Hringdu

Hringdu er nýtt fjarskiptafyrirtæki sem býður upp á internet bæði yfir ADSL og ljósleiðara, auk þess sem þeir bjóða upp á heimasíma og netsíma. Aðdráttarafl Hringdu er ódýrt verð þeirra, og það er ekki laust við að fyrirtækið minni mann á Hive þegar þeir komu fyrst á markað, sem var lítið fyrirtæki með góða þjónustu. Hringdu er vissulega lítið fyrirtæki, en hvort þjónustan er góð, það mun tíminn leiða í ljós. Það er einnig vert að geta þess að enginn binditími er á áskriftum hjá Hringdu, þannig að ef notendur eru ekki sáttir með þjónustuna þá geta þeir rift samningi án þess að þurfa að greiða eitthvað himinhátt riftunargjald.

Hringdu býður upp á eftirfarandi áskriftarleiðir yfir ljósleiðara:

  • 20 GB/100 Mbit/s: 2.495 kr./mán.
  • 50 GB/100 Mbit/s: 3.495 kr./mán.
  • 150 GB/100 Mbit/s: 4.495 kr./mán.

Beinir (e. router): Edimax BR-6428NS. Hann er ekki leigður út heldur er þjónustukaupendum gefinn kostur á að kaupa beininn á 5.000 kr.

 

Tal
Tal er búið að vera á markaðnum í þó nokkurn tíma. Fyrir rúmum áratug kom það á markaðinn sem farsímafyrirtæki, lagðist niður með stofnun Vodafone, en kom aftur á markaðinn  með samruna Hive og Sko.
Tal býður upp á eftirfarandi áskriftarleiðir yfir ljósleiðara:
  • 30 GB/50 Mbit/s: 4.200 kr./mán.
  • 60 GB/50 Mbit/s: 4.800 kr./mán.
  • 80 GB/50 Mbit/s: 5.850 kr./mán.
  • 120 GB/50 Mbit/s: 6.700 kr./mán.
Beinir (e. router) og leiga á honum:
Linksys Cisco E1000 beinir, 450 kr./mán.

 

Vodafone:
Vodafone er eflaust stærsta símfyrirtækið á landinu sem býður upp internet yfir ljósleiðara.
Vodafone býður upp á eftirfarandi áskriftarleiðir yfir ljósleiðara:
  • 10 GB/50 Mbit/s: 2.640 kr./mán.
  • 40 GB/50 Mbit/s: 3.740 kr./mán.
  • 80 GB/50 Mbit/s: 4.840 kr./mán.
  • 140 GB/50 Mbit/s: 5.940 kr./mán.
Beinir (e. router) og leiga á honum:
Bewan Vodafone router, 450 kr./mán.

 

Símafélagið:
Símafélagið er nýtt fyrirtæki á sviði fjarskipta á Íslandi, og býður m.a. upp internet yfir ljósleiðara.
Símafélagið býður upp á eftirfarandi áskriftarleiðir yfir ljósleiðara:
  • 10 GB/50 Mbit/s: 2.950 kr./mán.
  • 20 GB/50 Mbit/s: 3.950 kr./mán.
  • 40 GB/50 Mbit/s: 4.950 kr./mán.
  • 80 GB/50 Mbit/s: 5.950 kr./mán.
  • 120 GB/50 Mbit/s: 6.950 kr./mán.
Beinir (e. router) og leiga á honum:
350 kr./mán

 

Síminn
Síminn býður ekki upp á ljósleiðaratengingar, heldur bjóða þeir upp á svokallað ljósnet, sem er vDSL tenging (sem sumir kalla ADSL á sterum). Ljósnetið er ekki ljósleiðaratenging með sama hætti og ljósleiðaratengingar frá Gagnaveitu Reykjavíkur, en bjóða þó upp á svipaðan hraða, þ.e. allt að 50 Mbit/s í niðurhalshraða og allt að 50 Mbit/s í upphalshraða skv. starfsfólki Símans, á meðan heimildir Einstein segja að upphalshraði sé að hámarki 25 Mbit/s.
Síminn býður upp á eftirfarandi áskriftarleiðir yfir ljósnet:
  • 10 GB/50 Mbit/s: 3.990 kr.
  • 40GB/50 Mbit/s: 4.990 kr.
  • 80GB/50 Mbit/s 5.990 kr.
  • 140 GB/50Mbit/s: 7.190 kr.
-Hafa ber í huga að Síminn er eina fyrirtækið sem takmarkar ekki niðurhalshraða verulega ef notendur klára niðurhalið sitt, heldur þá bætast við 10GB á 1.600 kr. Sumir meta þetta sem kost, en ég sem galla, því með þessu móti getur t.d. einhver annar en skráður rétthafi tengingarinnar
farið á niðurhalsfyllerí, náð t.d. í tvær HD myndir og þá bætast 3.200 við reikninginn hjá manni.

 

Samantekt:

Ódýrustu tengingarnar:
Hringdu 20 GB/100 Mbit/s: 2.495 kr./mán
Vodafone 10 GB/50 Mbit/s: 2.640 kr./mán.
Síminn 10 GB/50 Mbit/s*: 3.990 kr./mán.
Dýrustu tengingarnar:
Hringiðan 150GB/100 Mbit/s: 10.990 kr./mán.
Síminn 140 GB/50Mbit/s: 7.190 kr./mán.*
Tal 120 GB/50 Mbit/s: 6.700 kr./mán.
Ódýrasta Gígabætaverð
Hringdu 150 GB/100 Mbit/s: 4.495 kr./mán. = 30 kr./GB
Vodafone 140 GB/50 Mbit/s: 5.940 kr./mán. = 42 kr./GB
Tal 120 GB/50 Mbit/s: 6.700 kr./mán. = 56 kr./GB
Dýrasta Gígabætaverð
Síminn 10 GB/50 Mbit/s: 3.990 kr. = 399 kr./GB*
Vodafone 10 GB/50 Mbit/s: 2.640 kr./mán. = 264 kr./GB
Tal 30 GB/50 Mbit/s: 4.200 kr./mán. = 140 kr./GB

* Yfir ljósnet Símans, en ekki ljósleiðara frá Gagnaveitu Reykjavíkur. Sjá umfjöllun í byrjun greinar um muninn á þessu tvennu.

Avatar photo
Author

6 Comments

  1. Vandamálið með Símann og Vodafone er allur falinn kostnaður sem þeir auglýsa ekki!

      • Ég get ekkert sagt til um falinn kostnað hjá Vodafone, hef ekki reynslu af þeim, en veit að Síminn innheimtir rúmlega 6.000 kr. stofngjald ef maður gerir ekki samning til 6 mánaða, og svo rukka þeir mann sjálfkrafa ef maður fer yfir gagnamagnið.

  2. Ekki má gleyma að Gagnaveita Reykjavíkur rukkar þig um 2.410.-kr á mánuði. Þetta á við þegar keypt er ljósleiðaratenging hjá Vodafone, Tal, Hringdu og Hringiðunni. Síminn aftur á móti rukkar ekki þessa fjárhæð mánaðarlega. Vegna þessa er Ljósnet símans alltaf ódýrast. Vissulega færðu meiri hraða frá hinum en þá spyr maður sig hvort að hraðinn sé svo nauðsynlegur. Það er eitthvað sem maður verður að eiga við sjálfan sig. Fyrir mig skiptir hann ekki svo miklu máli, aðeins 2 tölvur á heimilinu og 50 Mbits/sec alveg miklu meira en nóg.

    • Gagnaveitan rukkar um 2.410 kr./mán það passar, en Síminn rukkar 1.210 kr./mán í línugjald fyrir net án heimasíma hjá Símanum.

      Ef það er tekið með í reikninginn þá er maður að fá:
      50GB hjá Hringdu fyrir 5.905 kr./mán, 
      40GB hjá Vodafone fyrir 6.150 kr./mán,

      40 GB hjá Símanum fyrir 6.200 kr./mán

      Þá er ónefnt eins og @96f06dd8f57367685296496651707723:disqus nefnir að Síminn rukkar mann strax aukalega ef maður fer yfir gagnamagnið, á meðan önnur fyrirtæki á borð við Tal, Vodafone og Hringdu takmarka hraðann og gefa manni svo kost á að kaupa aukapakka af gagnamagni þegar maður fer yfir.

    • Hringdu 150 GB/100 Mbit/s: 4.495 kr./mán + 2410 = 6905 kr.Síminn   140 GB/50Mbit/s: 7.190 kr.Meiri hraði, meira gagnamagn og minna verð…og þá er ekki talið með línugjaldið…

Write A Comment