Í gær gaf bandaríska tæknifyrirtækið Microsoft út Mac útgáfu af vinsæla stílabókarforritinu OneNote. Forritið er einnig ókeypis á Windows frá og með deginum í dag.
Nýtt ár, nýr ævintýri. Á þessu herrans ári 2014 þá ætlum við að byrja með nýjan lið hérna á Einstein.is (og jafnvel endurvekja gamla liði). Forrit dagsins er þar á meðal, þar sem við munum gera valinkunnum forritum hátt undir höfði og kynna þau fyrir lesendum.
Twitter forritið fyrir Mac fékk á dögunum sína fyrstu uppfærslu síðan 2011, og kemur nú loks með Retina stuðningi, og betri stuðning fyrir deilingu mynda, auk þess sem forritið er nú í boði á 14 tungumálum.
Ef þú átt Macbook, Macbook Air eða Macbook Pro fartölvu þá kannastu mögulega við það ráð að minnka birtustigið í botn, slökkva á bluetooth og WiFI, svo þú getir fengið örfáar mínútur aukalega, til að ná að klára verkefni fyrir vinnu eða skóla, úr því hleðslutækið er heima.