Ef þú átt Macbook, Macbook Air eða Macbook Pro fartölvu þá kannastu mögulega við það ráð að minnka birtustigið í botn, slökkva á bluetooth og WiFI, svo þú getir fengið örfáar mínútur aukalega, til að ná að klára verkefni fyrir vinnu eða skóla, úr því hleðslutækið er heima.

BatterySqueezer er forrit sem telur sig geta bætt einhverjum mínútum við hverja hleðslu. Það sem forritið gerir er að það takmarkar vinnslu forrita sem eru opin í bakgrunni. Fyrir vikið verður forritið lengur að taka við sér (t.d. ef þú ert að skipta úr Microsoft Word yfir í Google Chrome og öfugt).

BatterySqueezer er til í Mac App Store og kostar $2.99

 

Ritstjórn
Author

Write A Comment