fbpx

1Keyboard - Mac forrit

Nýtt ár, nýr ævintýri. Á þessu herrans ári 2014 þá ætlum við að byrja með nýjan lið hérna á Einstein.is (og jafnvel endurvekja gamla liði). Forrit dagsins er þar á meðal, þar sem við munum gera valinkunnum forritum hátt undir höfði og kynna þau fyrir lesendum.

Fyrsta forritið sem er til umfjöllunar er Mac forritið 1Keyboard.

1Keyboard er einfalt en sniðugt forrit, sem gerir notendum kleift að rita texta á iOS tækjum eða Apple TV beint úr Mac tölvum. Hentar vel þeim sem sitja við tölvu lengi annaðhvort vegna skóla eða vinnu og vilja ekki vera með Bluetooth lyklaborð að auki.

 

Uppsetning forritsins er nokkuð einföld.

Skref 1: Byrjaðu á því að kveikja á Bluetooth í Mac tölvunni þinni (sérð eflaust lítið Bluetooth merki í valslánni (e. menubar) efst á skjánum.

Skref 2: Farðu nú í iOS tækið þitt, kveiktu á Bluetooth þar (Settings > Bluetooth) og paraðu iOS tækið við tölvuna þína.

Skref 3: Smelltu á nýja táknið í valslánni (e. menubar) efst á skjánum eins og á myndinni hér að ofan. Prófaðu nú að smella í textareit á iPhone, iPad, iPod Touch, nú eða fara í textareit á Apple TV. Ef allt gekk vel þá geturðu eflaust skrifað smáskilaboð mun hraðar en ella.

1Keyboard fæst í Mac App Store, er ókeypis með vissum takmörkunum, en annars kostar það $6.99.

Avatar photo
Author

Write A Comment