fbpx
Tag

Jailbreak

Browsing

Lengi vel var hægt að framkvæma jailbreak á Apple TV 2 með forritinu Seas0nPass, þar til nú. Ástæðan er sú að Apple gaf út nýja útgáfu af iOS sem sniðið er að Apple TV, og hætti í kjölfarið að votta uppsetningu á eldri útgáfum af stýrikerfinu. Mac notendur geta nú framkvæmt jailbreak á Apple TV með útgáfu 5.2.1 (Windows útgáfa er væntanleg).

Jailbreak-ið sem er komið er svokallað tethered jailbreak, sem þýðir að ekki er hægt að endurræsa Apple TV spilarann og halda jailbreak-inu nema spilarinn sé tengdur við við tölvu, og Seas0nPass sé notað til að kveikja á honum (velur Boot Tethered í Seas0nPass). Blessunarlega þá þarf maður ekki að gera þetta tethered boot nema örsjaldan, þar sem að spilarinn slekkur aldrei alveg á sér.

Að neðan má finna leiðarvísi til að framkvæma tethered jailbreak á Apple TV 2 með útgáfu 5.2.1:

Jailbreak - iOS 6.1Hér á Einstein.is fylgjumst við alltaf með nýjum forritum sem gera manni kleift að framkvæma jailbreak á iPhone, iPad og iPod touch, og birtum jailbreak leiðarvísa fyrir lesendur svo þeir geti framkvæmt jailbreak sjálfir á tækjum sínum.

Leiðarvísarnir eru oftast nokkuð einfaldir: Tengja síma, keyra jailbreak forrit, bíða aðeins og allt búið eftir 5-10 mínútur.

Jailbreak aðferðirnar hafa þó ekki alltaf verið svona einfaldar, en til þess að framkvæma fyrsta jailbreak-ið fyrir iPhone og iPod touch árið 2007 þá þurfti maður að fylgja 74 skrefa leiðarvísi.

Ætti ég að framkvæma jailbreak á iOS tækinu mínu?

Glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir því að reglulega koma greinar inn hér inn á Einstein.is sem lúta að því hvernig jailbreak er framkvæmt á iOS tækjum, eða jafnvel sérstökum jailbreak forritum.

Margir spyrja sig gjarnan hvaða gagn það geri að framkvæma þetta jailbreak á iPhone, iPad eða iPod Touch, og hvort tækið líði eitthvað fyrir það. Hér á eftir reynum við að svara þeim spurningum, og fara yfir kosti og galla þess að framkvæma jailbreak.