Ef þú ert að vinna með eitthvað skjal sem þú vilt deila með vinkonu eða ættingja, en vilt ekki að hver sem er geti verið að hnýsast í skjalið, þá getur verið heppilegt að læsa skjalinu með lykilorði.
Nú er komin iPhone útgáfa af lestrarforritinu Readmill, en iPad útgafa af forritinu kom út fyrir árið 2011 og vakti þá mikla athygli.
Readmill styður öll helstu skráarsnið fyrir rafbækur, t.d. ePub, PDF og skjöl með Adobe afritunarvörn (þeirri sem eBækur og Forlagið nota á sínar rafbækur).
Windows: doPDF er lítið forrit, sem gerir þér kleift að vista prentað skjal sem PDF. Þetta er bæði þægilegt og umhverfisvænt, því oft vill maður prenta út kvittun sem sönnun fyrir pöntun eða millifærslu en þá á maður annaðhvort ekki prentara eða blek (eða duft) í hann. Í slíkum tilvikum þá er forrit á borð við doPDF algjör snilld.