fbpx

readmill-iphone3
Nú er komin iPhone útgáfa af lestrarforritinu Readmill, en iPad útgafa af forritinu kom út fyrir árið 2011 og vakti þá mikla athygli.

Readmill styður öll helstu skráarsnið fyrir rafbækur, t.d. ePub, PDF og skjöl með Adobe afritunarvörn (þeirri sem eBækur og Forlagið nota á sínar rafbækur).

Notendur geta einnig innskráð sig á reikninginn sinn á readmill.com ef þeir vilja fá nýjar bækur (eða önnur skjöl), þannig að ef kennarinn í skólanum setur inn fræðigrein í PDF skráarsniði, þá er einfalt mál að skella skjalinu yfir í iOS tækið þitt án þess að tengja það við iTunes.

Readmill - iPhone

Þegar forritið er opnað í fyrsta sinn þá geturðu einnig halað niður nokkrum sígildum bókmenntaverkum sem eru ekki háð höfundarétti.

Readmill er fáanlegt í App Store og er ókeypis.

 

Avatar photo
Author

Write A Comment