fbpx
Tag

RedSn0w

Browsing

iOS 6 - jailbreakiOS 6 stýrikerfið hefur hingað verið þrándur í götu þeirra sem vilja framkvæma jailbreak á tækjunum sínum. Einungis er hægt að framkvæma svokallað tethered jailbreak á iPhone 4 og eldri tækjum, sem krefst þess að notendur ræsi símann með hjálp tölvu ef hann rafhlaðan tæmist eða einhver slekkur á símanum.

Hið eftirsóknarverða untethered jailbreak er ekki komið fyrir sömu tæki, og ekkert jailbreak fyrir iOS 6 fyrir þá sem eiga iPad 2, iPhone 4S eða nýrri tæki. Bráðum kemur þó betri tíð með blóm í haga, ef eitthvað er að marka forritarann og jailbreak sérfræðinginn Planetbeing.

iPhone 5 - thumbnailJailbreak fyrir iPhone 4S kom út u.þ.b. hálfu ári eftir að síminn kom á markað. Jailbreak aðdáendum til mikillar ánægju þá verður biðin öllu styttri fyrir iPhone 5, en iPhone forritarinn chpwn setti inn færslu á Twitter síðu sína, þar sem hann tjáði heiminum að honum hefði tekist að framkvæma jailbreak á iPhone 5 með góðum árangri.

MuscleNerd iOS 5.1

MuscleNerd, iOS forritarinn og einn af forkólfum í iPhone Dev-Team,  greindi frá því á Twitter síðu sinni í gær, að jailbreak fyrir iOS 5.1 væri komið út.

Jailbreak-ið sem er komið er svokallað tethered jailbreak, sem þýðir að ekki er hægt að endurræsa símann og halda jailbreak-inu nema þú tengir iPhone símann við tölvu, og notir RedSn0w til að kveikja á honum (velur Just Boot í RedSn0w ef rafhlaðan klárast hjá þér).

iOS 5/Jailbreak: Að neðan má finna ítarlegan leiðarvísi um hvernig hægt er að jailbreak-a iOS 5.0.1 með RedSn0w 0.9.10b4. Leiðarvísirinn virkar fyrir iPhone 3GS, iPhone 4, iPad 1 og iPod Touch (3. og 4. kynslóð)

RedSn0w hefur fengið nokkrar litlar uppfærslur eftir að upprunalegt jailbreak fyrir iOS 5.0.1. kom út, og með því nýjasta þá ættu notendur ekki að lenda í neinum vandræðum með iBooks eftir jailbreak.