fbpx
Tag

Samsung Galaxy

Browsing

Samsung Galaxy S4

Suður-kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung kynnti nýjustu afurð fyrirtækisins, snjallsímann Samsung Galaxy S4, á viðburði sem fyrirtækið stóð fyrir í New York í gær.

Galaxy S4 er léttari og þynnri en forveri sinn, Galaxy S3, en er annars mjög svipaður í útliti. Síminn er með fimm tommu skjá og 441ppi upplausn sem getur spilað myndbönd í fullri háskerpu (1080p). Einnig er hægt að hlaða símann þráðlaust.

Samsung Galaxy S III

Aðdáendur Android stýrikerfisins gleðjast eflaust yfir þeim fregnum að Samsung Galaxy S III komi í apríl, en margir bíða eftir símanum með mikilli eftirvæntingu. Talið er að Galaxy S III komi með 4.8 tommu HD skjá, fjögurra kjarna 1.5GHz örgjörva og bættri myndavél.