fbpx
Tag

sjónvarp

Browsing

Mac: Ýmis forrit eru til fyrir Apple tölvur sem gera fátt annað en að breyta sniði á videoskrám til að hægt sé að horfa á efnið í iPhone, iPad o.s.frv. Maður þarf þó ekki að leita langt til að gera þetta, því þetta er allt hægt með QuickTime Player sem fylgir öllum Apple tölvum. Eina sem notendur þurfa að ná í er lítil viðbót sem heitir Perian, og er innan við 5MB að stærð. Leiðarvísir að neðan:

Stöð 1 er ný íslensk sjónvarpsstöð, sem hóf göngu sína á síðasta ári (nánar tiltekið 29.okt 2010). Stöðin sýnir úrval kvikmynda allan sólarhringinn og er rekin fyrir auglýsingatekjur.

Tæknimenn stöðvarinnar hafa nú unnið þrekvirki, og öllum notendum Apple tækja, þ.e. iPhone, iPad og iPod Touch, gefst nú kostur á að horfa á útsendingu stöðvarinnar með sáraeinföldum hætti. Nóg er að fara inn á heimasíðu stöðvarinnar, stod1.is og smella á  „Horfa á útsendingu“, sbr. mynd að neðan.