fbpx

Stöð 1 er ný íslensk sjónvarpsstöð, sem hóf göngu sína á síðasta ári (nánar tiltekið 29.okt 2010). Stöðin sýnir úrval kvikmynda allan sólarhringinn og er rekin fyrir auglýsingatekjur.

Tæknimenn stöðvarinnar hafa nú unnið þrekvirki, og öllum notendum Apple tækja, þ.e. iPhone, iPad og iPod Touch, gefst nú kostur á að horfa á útsendingu stöðvarinnar með sáraeinföldum hætti. Nóg er að fara inn á heimasíðu stöðvarinnar, stod1.is og smella á  „Horfa á útsendingu“, sbr. mynd að neðan.

Fyrir enn skjótari aðgang, þá er hægt að vista veffangið http://streaming.stod1.is/iphone í Safari. Mæli þá með „Add to Home Screen“ þannig að hægt sé að hefja áhorf innan örfárra sekúndna.

 

Stöð1 iPhone
Skv. heimasíðu Stöðvar 1 þá er verið að vinna í Android viðmóti.
Avatar photo
Author

Write A Comment