fbpx
Tag

SOPA

Browsing

SOPA strikeÞeir sem heimsækja síður á borð við Wikipedia og Reddit daglega minnast þess eflaust þegar SOPA og PIPA frumvörpunum var mótmælt 18. janúar síðastliðinn með eftirminnilegum hætti (smelltu hér ef þú veist ekki hvað SOPA er).

Vefurinn FrugalDad tók saman ýmsar upplýsingar um mótmælin í einni stórri skýringarmynd sem er birt hér að neðan, en á myndinni kemur m.a. fram hversu margir tweet-uðu um SOPA, hversu margir skoðuðu grein Wikipedia um SOPA og margt fleira.

Eins og áður hefur verið greint frá, þá tók vefstjórar víða um heim sig til þann 18. janúar síðastliðinn, og lokuðu  síðum sínum í 12 klukkustundir (sumir lengur) til að mótmæla SOPA / PIPA frumvörpum sem liggja á fulltrúadeild (SOPA) og öldungadeild Bandaríkjaþings (PIPA), á svokölluðum Anti-SOPA blackout day.

Hér má sjá hvernig margar af vinsælustu síðum breyttu síðum sínum á þessum degi, og neðst má sjá stórt gallerí með rúmlega 30 vefsíðum og hvernig þær litu út: